Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Page 157
156
spekilega kenningu sem virtist samrýmanleg eldri hefðum náttúruspeki og
trúarlegum hugmyndum um þróun mannsins. Upp úr aldamótunum fjar-
aði nokkuð undan slíkum kenningum sem byggðu á skrifum Lamarcks og
Haeckels og „höfðu gegnt lykilhlutverki innan líffræðinnar undir lok nítj-
ándu aldar“.131 Slíkar kenningar voru þó enn gjaldgengar innan vísinda-
legrar umræðu fram á fjórða áratuginn og átökin á milli ólíkra útfærslna
á þróunarkenningunni innan sviðs líffræðinnar líða í raun fyrst undir lok
með tilkomu svokallaðrar „nýrrar sameinaðrar þróunarkenningar“ (e. the
new synthesis) á þriðja og fjórða áratugnum, sem fól í sér samþættingu kenn-
ingarinnar um náttúruval og rannsókna á sviði mendelískrar erfðafræði.132
Hér vegur þó þyngra að á sama tíma og kenningar um markvísa þróun
urðu umdeildari innan vísindasamfélagsins styrktust þær að mörgu leyti í
sessi innan alþýðlegrar vísindaumræðu, þar sem leitast var við að samþætta
kenningar líffræðinnar við frumspekilegar og guðfræðilegar hugleiðingar
um gang og drifkaft náttúrunnar.133 Þær hugmyndir sem Helgi hafði til-
einkað sér sem framsæknar þungavigtarkenningar í námi sínu í náttúru-
vísindum undir lok nítjándu aldar voru því enn í fullu gildi innan alþýð-
legrar vísindaumræðu á ritunartíma Nýals, þótt þær ættu nokkuð undir
högg að sækja innan vísindasamfélagsins.
sem saga og kenning, 1905), þar sem sett er fram kenning um einskonar „lífsafl“
(þ. Entelechie) sem er hvorki efnislegt né rýmisbundið. Sjá Steindór J. Erlingsson,
„inngangur“, bls. 65–66. Í endurskoðaðri og styttri gerð í enskri þýðingu ræðir
Driesch „grundvallarkenningar“ Bergsons um „skapandi þróun“, sem ekki voru til
hliðsjónar í þýsku frumútgáfunni. Hans Driesch, The History and Theory of Vitalism,
þýð. C.K. Ogden, London: Macmillan, 1914, bls. 182; sjá Hans Driesch, Der Vital-
ismus als Geschichte und als Lehre, Leipzig: Johann Ambrosius Barth, 1905. Helgi
vísar til fyrri skrifa Driesch og ný-lamarckískra kenninga hans í einni af fyrstu rit-
smíðum sínum: Helgi Pétursson, „Svar til séra Friðriks Bergmanns“, Sunnanfari
10/1896, bls. 75–77, hér bls. 77; sjá einnig Helgi Pétursson, „Náttúrufræðin og
Vesturheimsprestarnir“, Sunnanfari 9/1895, bls. 68–69.
131 Peter J. Bowler, Reconciling Science and Religion, bls. 159.
132 Átökin sem hér eru nefnd má rekja til enduruppgötvunar Hugos de Vries og Carls
Correns á erfðafræðikenningum Gregors Mendel árið 1900. Í kjölfarið spruttu upp
harðar deilur á milli lífmælingasinna (e. biometricians) og mendelssinna, þar sem
tekist var á um sjónarmið sem annars vegar lögðu áherslu á megindlega eiginleika
og samfellu þróunarinnar en hins vegar á þátt stökkbreytinga í myndun nýrra teg-
unda, sem væri óháð náttúruvali. Með riti Ronalds A. Fisher The Genetical Theory of
Natural Selection (Erfðafræðikenningin um náttúruval, 1930) tókst loks að samþætta
mendelska erfðafræði kenningunni um náttúruval og þar með var lagður grunnur
að „nýju sameinuðu þróunarkenningunni“. Sjá Einar Árnason, „Þróunarkenn-
ingin“, Arfleifð Darwins, bls. 17–51, hér einkum bls. 34–43.
133 Peter J. Bowler, Reconciling Science and Religion, bls. 159.
BenediKt HjaRtaRSon