Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Page 158
157
Þegar horft er til hefðar ný-lamarckismans verður vísindaleg ígrundun
kenningarinnar um þróun vitsmunalífs á öðrum hnöttum sýnileg. Hér er
athyglisvert að líta nánar á lýsingu Helga á því fyrirbrigði sem hann kallar
lífgeisla:
Hver minsta hræring, sem verður í heiminum, hver minsta efnis-
eind, leitast við að framleiða sjálfa sig um allan heim, breyta öllum
heiminum í sig. Frá hverri veru, hinni stærstu og margbrotnustu
til hinnar smæstu og einföldustu, stafa geislar, sem miða að því að
framleiða sjálfa þessa veru (37).
Í alheimslíffræði Helga er þannig gert ráð fyrir þróun vitsmunalífs sem
brýst undan stjórn efnisheimsins. Hér má greina grunninn að heimsmynd
þar sem þróun alheimsins stefnir að fullkomnun, sem myndbirtist í æðri
verum er byggja aðra hnetti. Heimsmyndafræði Helga er röklegt framhald
þeirra hugmynda sem hann hafði kynnt sér í upphafi vísindaferilsins – og
þessu lýsir hann sjálfur í niðurlagi Nýals, þar sem hann ræðir þakkarskuld
sína við ný-lamarckistann Herluf Winge, „einn af toppum danskrar menn-
ingar“ (504). Helgi nefnir að á námsárum sínum hafi hann „fyrir áeggjan
Þorvaldar Thoroddsens lesið bók Darwins um uppruna tegundanna“, en
það hafi verið Winge sem hafi kennt sér „að skilja hina miklu hugsun
Lamarcks, um þýðingu viðleitninnar fyrir allan líkamsvöxt og breytileik
tegundanna. Winge kendi mér að skilja, að það er heilinn sem mótar haus-
kúpuna, vöðvinn beinið, og viðleitnin vöðvann“ (505). Við þetta bætir
hann: „[Á]n slíks undirbúnings, sem nú var sagt, hefði eg aldrei getað
skilið, hvernig lífið heldur áfram, og hvernig guðir og djöflar eru ekkert
annað en eðlilegt framhald slíkrar lífssögu, sem hér á jörðu hefir gerst“
(505). Lesendum kunna að þykja líffræðilegar skýringar Helga á tilvist og
líkamsgerð guða og djöfla vafasamar – og í einhverjum skilningi marka
þær skil á höfundarferlinum. Skilin ættu þó ekki að byrgja lesendum sýn á
samfelluna í höfundarverkinu og rætur þess í orðræðu náttúruvísindanna
við upphaf tuttugustu aldar.
Geislar í ljósi vísindanna: Frá einhyggju til sáleðlisfræði og
lífheimspeki
„Sjálfsmeðvitund mannsins, skynsemi hans og sálarlíf er aðallega bundið
við heilann, og heilbrigði hans og sálin getur ekki, eftir mannlegri þekk-
ingu, sýnt sig öðru vísi í hinum líkamlega heimi. Hvað sálin er, hvaðan
„MAGNAN AF ANNARLEGU ViTi“