Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Qupperneq 161
160
myndast hið lægsta líf er hefur sig til meiri og meiri fullkomnunar,
taugakerfi hinna lægstu dýra verður betra og betra, meðvitundarlaus
lífshreyfing verður að óglöggum draumórum og loks að sjálfsvit-
und, náttúran skapar sjálfa sig og sína eigin dýrð gegnum sín eigin
handverk.145
Greina má forvitnilegan vísi að alheimslíffræði Helga í lýsingu þessa fyrsta
lærimeistara hans á sviði náttúruvísinda, sem er einskonar tilbrigði við
lýsingu Haeckels á möguleikanum á lífi „sem gera má ráð fyrir á ýmsum
stjörnum á sama líferfðafræðilega þróunarstigi“ og jörðin og lýkur „nátt-
úrulega upp víðu sviði litríkra íhugana fyrir hið uppbyggilega ímyndunar-
afl“.146 Texti Þorvaldar sýnir að hugmyndir Helga um þróun í alheiminum
eru ekki eins rækilega á skjön við vísindalega orðræðu og kann að virðast.
Þáttur einhyggjunnar er jafnframt til marks um að greina má gagnrýnið
sjónarhorn á náttúruvalskenninguna í skrifum Þorvaldar þegar um alda-
mótin 1900 og í raun má segja að einhyggjan sé veigamikill þáttur í hugs-
un hans allt frá fyrstu skrifunum um kenningar Darwins. Í greinaflokknum
frá 1910 tekur gagnrýnin á náttúruvalskenninguna þó á sig róttækari mynd
og hann bendir m.a. á að „[h]ugsunin um tilgang, stefnu og endimark lífs-
ins (Teleólógí) er nú aftur meir og meir að ryðja sér braut“.147 Þorvaldur
víkur sérstaklega að kenningum ný-lamarckismans í þessu samhengi og
nefnir að „[n]ý-lamarckingar þeir, sem dýpra hafa leitað, hafa ekki getað
komist hjá því, að hugsa sér hulinn tilgang í náttúrunni, sem kemur í stað
hins knýjandi náttúruvals í Darwinskenningunni; og út af því hafa svo hjá
mörgum spunnist hugrenningar, sem meir virðast snerta heimspeki, dul-
speki og guðfræði, heldur en náttúruvísindi“.148 Loks bendir hann á að
„[f]rá sjónar miði þessarar fræðikenningar er sálin einkenni alls lífs frá hinum
minsta gerli til mannsins“ og þannig lítur hann á kenninguna sem lýsandi
dæmi um hvernig líffræðingar samtímans „neyðast til að hugsa sér einhvern
annan kraft bak við efnið, sem þeir þó ekki skilja“, enda verði þróun lífsins
ekki skýrð „án starfandi innra tilgangs eða lífsvilja“.149 Gagnrýnin á nátt-
145 Vitnað eftir sama riti, bls. 359.
146 Ernst Haeckel, Die Welträthsel, bls. 428.
147 Þorvaldur Thoroddsen, „Vísindalegar nýjungar og stefnubreytingar nútímans“,
bls. 101.
148 Sama rit, bls. 100.
149 Sama rit, bls. 101. Í umfjöllun sinni um ný-lamarckismann vísar Þorvaldur til kenn-
inga þýskumælandi fræðimanna á sviði svokallaðrar „sálarlíffræði“ og nefnir þar
sérstaklega August Pauly, Johann Gustav Vogt, Raoul Heinrich Francé og Adolf
BenediKt HjaRtaRSon