Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Blaðsíða 162
161
úruvalskenninguna er vitaskuld eindregnari en í fyrri skrifum Þorvaldar,
en hér vegur þó þyngra að greina má ákveðna samfellu í áherslu hans á
þátt sálarinnar í þróunarferlinu, sem rekja má aftur til einhyggju Haeckels.
Margt bendir því til þess að skrefið sem Helgi Pjeturss stígur, þegar hann
heldur til Kaupmannahafnar árið 1891 og kynnist gagnrýni ný-lamarck-
ismans á kenningu Darwins, sé e.t.v. ekki jafn róttækt og ætla mætti.150
Þegar tekist er á við þróunarhugmyndir Nýals er mikilvægt að slíta sig
frá „þeirri goðsögn sem bregður upp mynd af lokum nítjándu aldar sem
tímabili þegar róttæk þróunarhyggja á forsendum efnishyggju var alls-
ráðandi“151 og taka mið af þeim ólíku hugmyndum sem voru í umferð á
mörkum líffræðilegra þróunarkenninga og vísindalegrar heimsmyndafræði
á mótunartíma verksins.152 Frá slíku sjónarhorni birtast þróunarhugmynd-
ir nýalsspekinnar ekki sem róttækt afturhvarf frá náttúruvalskenningu
Darwins til trúarlegrar heimsmyndar, heldur blasa þær við sem afurð ný-
lamarckismans og þróunarhugmynda sem rekja má til einhyggju Haeckels.
Hvörfin á ferli Helga, þegar hann hverfur frá náttúrufræðirannsóknum
og snýr sér að mótun nýalsspekinnar, fylgja að einhverju leyti lestri hans
á trúarlegum dulspekiritum, en ekki er um að ræða afdráttarlaus skil. Hér
er mikilvægt að huga nánar að einhyggju Haeckels og hlutverki hennar
innan trúarlegra dulspekihreyfinga í upphafi tuttugustu aldar. Einkum er
Wagner. Um kenningar „sálarlíffræði“ (þ. Psychobiologie) og hugmynda- og menn-
ingarsögulegt samhengi hennar, sjá m.a. Oliver A.i. Botar, „Defining Biocentrism“,
Biocentrism and Modernism, ritstj. Oliver A.i. Botar og isabel Wünsche, Farnham:
Ashgate, 2011, bls. 15–45.
150 Skref Þorvaldar í átt til markhyggju og lífhyggju í upphafi annars áratugarins kallast
með athyglisverðum hætti á við hvörfin sem verða á ferli Helga um svipað leyti.
Ástæðurnar kunna að vera ólíkar, en í báðum tilvikum má greina nokkuð skýr skil
þar sem rannsóknasviðið er víkkað út og tekist á við spurningar sem tilheyra sviðum
frumspeki og hins trúarlega. Ef horft er til greiningar Steindórs J. Erlingssonar
á hvörfunum á ferli Þorvaldar eru ástæðurnar þó e.t.v. ekki eins ólíkar og virðist
í fyrstu. Þannig bendir Steindór á að „freistandi [sé] að álykta að [Þorvaldur] hafi
orðið geðveikur“, en nánari rannsókn leiði „í ljós að flókið en skiljanlegt orsaka-
samhengi liggur að baki umskiptunum“, þar sem nýjar kenningar á sviði eðlisfræði
og „uppgötvun röntgen-geisla og geislavirkni um aldamótin 1900“ gegni nokkru
hlutverki. Steindór J. Erlingsson, „Landnám þróunarkenningarinnar á Íslandi,
1872–1910“, bls. 94–95.
151 Peter J. Bowler, „Revisiting the Eclipse of Darwinism“, Journal of the History of
Biology 1/2005, bls. 19–32, hér bls. 20.
152 Um viðbrögð við þróunarkenningunni hér á landi í víðara samhengi, sjá Steindór
J. Erlingsson, „Landnám þróunarkenningarinnar á Íslandi, 1872–1910“ og ingi
Sigurðsson, Erlendir straumar og íslenzk viðhorf. Áhrif fjölþjóðlegra hugmyndastefna
á Íslendinga 1830–1918, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2006, bls. 291–305.
„MAGNAN AF ANNARLEGU ViTi“