Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Blaðsíða 164
163
eftir Jón Jakobson landsbókavörð“ og á þar að öllum líkindum við eftir-
mála Jóns að Bæklingnum um lífið eftir dauðann.157 Þar fjallar Jón m.a. um
meginverk Fechners, Zend-Avesta oder über die Dinge des Himmels und des
Jenseits (Zend-Avesta eða um hluti himinsins og handanheimsins, 1851)
og hvernig náttúrufræðileg kenning höfundarins um „lífið eftir dauðann“
er þar víkkuð út og tengd öðrum stjörnum. Hugmynd Fechners um líf
eftir dauðann er ekki tengd trúarlegum hugmyndum um handanlíf, held-
ur tekur hún til „framhaldslífs framliðinna anda í lifandi mönnum“.158
Þannig er dauðinn í skilningi Fechners „að eins önnur fæðing yfir í frjáls-
ari tilveru, þegar andinn brýtur af sér þröngar umbúðir og lætur liggja og
rotna, svo sem barnið frumfæðingarumbúðir sínar“, og býr um sig „inst í
sálum“ ástvina sinna, „sem hluti þeirra, og hugsa[r] og starfa[r] í og með
þeim“.159 Greina má forvitnilegan samhljóm við „lífræna magnanarfræði“
Helga í lýsingu Fechners: „Öll andleg áhrif, allar afleiðingar þeirrar starf-
semi kraftanna, sem frá manninum koma í lifanda lífi og fara um mann-
lífið og náttúruna, eru hvert öðru bundin leynilegum, ósýnilegum bönd-
um; þau eru hinir andlegu limir mannsins, sem hjá honum vaxa í lifanda
lífi, og sameinast þeir í andlegan líkama, í líffærakerfi sívaxandi krafta og
áhrifa“.160 Sýnin á krafta sem stafa af manninum og verða eftir við andlát
hans kallast á við lífgeislakenningu Helga, en í mælskulist Nýals eru slíkar
hugmyndir útfærðar á forsendum nýrri vísindakenninga.
Hin greinin sem Helgi vísar til er eftir Guðmund Finnbogason og
birtist í Skírni árið 1914. Þar leitast Guðmundur við að gefa þó ekki sé
nema „sárófullkomna hugmynd um hina óþrjótandi hugsanagnótt í ritum
Fechners“, þar sem alheimurinn birtist sem „ein lifandi heild“ og „af stofni
alheimssálarinnar vaxa sálir stjarnanna eins og greinar“.161 Guðmundur
varpar ekki aðeins fram þeirri lykilspurningu Fechners hvort „jörðin hafi
sál“, heldur spyr einnig „hvað mun[i] þá um himneskt haf ljósvakans, sem
jörðin syndir í“ og hvort „mundu þar ekki búa einhverjar æðri verur, lag-
aðar fyrir þetta hið æðra svið“?162 Skyldleikinn við mælskulist nýalsspek-
innar verður enn skýrari í hugrenningum Guðmundar um að jörðin sé
157 Jón Jacobson, „Nokkur orð um Gustav Theodor Fechner“, Bæklingurinn um lífið
eftir dauðann, bls. 77–85.
158 Gustav Theodor Fechner, Bæklingurinn um lífið eftir dauðann, bls. 7.
159 Sama rit, bls. 2–3.
160 Sama rit, bls. 5.
161 Guðmundur Finnbogason, „Hefir jörðin sál?“, Skírnir 4/1914, bls. 337–351, hér
bls. 350.
162 Sama rit, bls. 348.
„MAGNAN AF ANNARLEGU ViTi“