Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Blaðsíða 165
164
„ekki […] heilalaus, því allir heilar manna og dýra heyra henni til, eru
líffæri í líkama hennar“, en „allur heili sem á jörðinni er myndar ekki
einn samfeldan heila, heldur greinist í einstaklingsheila sem hver hefir sín
skynfæri“.163 Hugmyndin um einskonar jarðarheila og sundurlimun hans
í ólíka einstaklingsheila kallar vitaskuld á aðra og brýna spurningu: „Hvar
eru þá þræðirnir er tengja aftur einn heilann við annan, svo að það sem
fram fer í einum komist í samband við það sem fer fram í öðrum, og jörðin
geti sameinað þá í einni vitund?“164 Spurningin er sett fram með þeim
hætti að lesandinn gæti hneigst til að eigna hana skrifum Helga fremur
en Guðmundar – og svarið hljómar ekki síður kunnuglega fyrir lesendur
Nýals:
Það er ekki víst að það þurfi neina þræði. Sambandið gæti verið
þráðlaust. Og vér þekkjum slíkt samband. Óteljandi hljóðgeislar
bera hugsanir frá manni til manns, óteljandi ljósgeislar skila augna-
ráði eins til annars og stýra viðskiftum þeirra […]. Alt þetta þróast
með þroskun mannkynsins, ekki síður en mannsheilinn.165
Rétt er að hafa hugfast að Guðmundur er hér að reifa inntakið í skrifum
Fechners, en líkt og lokaorð greinarinnar sýna er það knýjandi þekkingar-
leitin í skrifum þýska náttúruspekingsins og glíma hans við spurningar
sem liggja handan við svið hefðbundinna vísinda sem laða Guðmund að
verkum hans: „Þetta eru aðeins tilgátur, sem ekki verða færðar sönnur á,
meðan þekkingu mannanna er eins farið og nú. En tilgátur eru geislar í
ljósi vísindanna, og það er ekki geislastafnum að kenna, þó þreifandi hönd-
in nái skemra en hann.“166
163 Sama rit, bls. 345.
164 Sama rit, bls. 346.
165 Sama rit, bls. 346.
166 Sama rit, bls. 346. Greina má athyglisverðan samhljóm við þessi orð í ritdómi Guð-
mundar um fyrstu bindi Nýals sex árum síðar: „[T]ilgátur eru eins konar leitarljós
eða ljósvörpur vísindanna og verða að lokum metnar eftir því, hve margt nýtt þær
leiða í ljós.“ G[uðmundur] F[innbogason], „Ritfregnir. Dr. Helgi Pjeturss, Nýall“,
Skírnir 2/1920, bls. 151–153, hér bls. 153. Ritdómurinn er einnig forvitnilegt dæmi
um afstöðu íslenskra menntamanna til tilkalls Nýals til vísindalegs þekkingargildis
á ritunartíma verksins. Guðmundur lofar Helga ekki aðeins fyrir að „athuganir
hans [séu] jafnan frumlegar […] og orðbragð hans mergjað og persónulegt“ – hann
bendir einnig á að „[s]álufélag við verur á öðrum hnöttum, er ekki hversdagsleg
hugsun“ og að þetta sé sá þáttur „í kenningu höf[undar], sem öllum almenningi
mun koma kynlegast fyrir sjónir“, enda hljóti að þykja „mjög ótrúlegt, að allir
draumar stafi af sálufélagi, þó svo muni vera um suma“. Sama rit, bls. 152–153.
BenediKt HjaRtaRSon