Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Qupperneq 167
166
ingar komumst við í mismunandi skap eða geðhrif (stemning), og
geðhrif þessi leggjum við ósjálfrátt inn í hlut þann eða persónu, sem
áhrifin stöfuðu frá, og þykjumst við svo skilja hann alveg ósjálfrátt.
Taugahræringu þá, sem af áhrifunum stafa, nefnir Guyau sympathie
nerveuse […] en geðhrifin og athafnirnar, sem af þeim spretta, sam-
úðar-skilning, samúðar-tilfinning og samúðar-athöfn.170
Hér má sjá birtingarmynd þeirrar kenningar um „samúðarskilninginn“
sem leggur grunninn að ríkjandi fagurfræði í íslenskri menningarumræðu
á öðrum og þriðja áratugnum, sem Ólafur Rastrick hefur skilmerkilega
kennt við „sáleðlisfræðilega fagurfræði“.171 Hér vekja ekki aðeins athygli
þeir þræðir í hugmyndinni um samúðarskilninginn sem rekja má aftur
til hefðar náttúruspeki og skrifa Fechners, heldur einnig skyldleikinn við
heimsmyndafræði Helga Pjeturss. Vart þarf annað en að skipta út hug-
tökunum „taugahræringar“ og „samúð“ í grein Ágústs fyrir hugtökin
„taugageislun“ og „víxlmagnan“ hjá Helga til að laða fram skyldleikann.172
170 Ágúst Bjarnason, „Skáldspekingurinn Jean-Marie Guyau“, Skírnir 2–3/1912, bls.
97–110 og 289–307, hér bls. 294.
171 Ólafur Rastrick, Háborgin, bls. 57.
172 Tengslin á milli samúðarskilningsins og lífgeislakenningar Helga verða enn skýrari
ef litið er til skrifa Ágústs um dulræn fyrirbrigði um miðjan annan áratuginn. Eink-
um má hér nefna rit frá árinu 1915 þar sem hann leitast við að skýra draumsýnir
og dulrænar upplifanir Jóhannesar Jónssonar frá Ásseli á grundvelli vísindalegra
kenninga um „fjarvísi (telegnosis)“ og ólík afbrigði hennar, s.s. „hughrif (mental
suggestion)“ eða „fjarhrif (telepathi)“, „fjarskygni (telaesthesia, clairvoyance, luciditet,
second sight)“ og „farskygni eða farandskygni (travelling clairvoyance)“. Ágúst H.
Bjarnason, Drauma-Jói. Sannar sagnir af Jóhannesi Jónssyni frá Ásseli, tilraunir o.fl.,
Reykjavík: Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, 1915, bls. 10, 20 og 22. Fjarvísi
felur í sér „að menn ýmist í vöku eða svefni eða einhvers konar leiðsluástandi, sem
er mitt á milli svefns og vöku, virðast geta orðið þess áskynja, sem gerst hefir, er að
gerast eða gerist síðar meir á stöðum, sem þeir eru ekki staddir á og sem þeir með
engu móti geta náð til með hinum venjulegu skynfærum sínum“, en þetta skýrir
Ágúst með því að um sé að ræða „hugaröldur“ eða „einhvers konar öldur, t.d. hinar
fíngervustu ljósvakaöldur, er berist frá manni til manns og veki hjá þeim sviplíkt
sálarástand“ (sama rit, bls. 10, 22 og 20). Skýringarnar byggir Ágúst á niðurstöðum
vísindamanna er geri kleift að skýra „flest, ef ekki öll hin svonefndu andatrúar-
fyrirbrigði“ (sama rit, bls. 223) og vísar í því samhengi m.a. til „fullkomlega vís-
indalegrar bókar“ Franks Podmore, Apparitions and Thought-Transference (Sýnir og
hugsanaflutningur, 1894; sama rit, bls. 206). Í grein frá 1914 gagnrýnir Ágúst hug-
myndir spíritista á svipuðum forsendum og teflir gegn þeim nýjum vísindalegum
rannsóknum á dulrænum fyrirbrigðum, svo sem fjarhrifum, dáhrifum, firðmökum
(jafnt þrímenninga og fjórmenninga firðmökum), fjarspyrnu, fjarmótun og fjarfrymi. Í
samhengi nýalsspekinnar er þó athyglisverðust lýsing Ágústs á því fyrirbrigði sem
BenediKt HjaRtaRSon