Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Side 168
167
Líkt og í nýalsspekinni er hér glímt við spurningar um mannshugann sem
liggja utan þess sviðs sem hefðbundin reynsluvísindi ná til. Í báðum til-
vikum má greina hugmyndir um dulrænar hræringar sem skýra áhrif eins
hugar á annan eða áhrif hlutar í umhverfinu á taugalífið – í öðru tilvik-
inu stafar af hlutum og lifandi verum einhvers konar óræðum áhrifum,
en í hinu tilvikinu er talað um lífgeisla sem hægt er að lýsa og skilgreina
með aðferðum hinna nákvæmu vísinda. Skyldleikinn fór ekki framhjá vök-
ulu auga Helga, því í Nýal vísar hann til doktorsritgerðar Guðmundar,
Den sympatiske forstaaelse (Samúðarskilningurinn, 1911), og fullyrðir að
„nægi[] þar fyrirsögnin til að sýna, að þar er verið nálægt afarmerkilegu
efni“ (106).173 Doktorsritgerð Ágústs frá sama ári lofar hann aftur á móti
kallast „útflæði“ eða „effluvium“ og líkist „stirðnuðum líkamlegum útgeislunum“,
en lýsingin byggir á rannsókn pólska sálfræðingsins Julians Ochorowicz á miðlinum
Eusapiu Palladino. Ágúst Bjarnason, „Rannsókn dularfullra fyrirbrigða“, bls. 37;
sjá Julian Ochorowicz, De la suggestion mentale, París: Octave Doin, 1889 [1887]. Í
framhaldinu vísar Ágúst til skýringa Alberts von Schrenck-Notzing á slíkum fyr-
irbrigðum í ritinu Materialisations-Phänomene. Ein Beitrag zur Forschung mediumisti-
scher Teleplastie, München: Reinhardt, 1914. Rit Schrenck-Notzings var nokkuð til
umræðu hér á landi um þetta leyti. Árið 1914 birtist löng framhaldsgrein í Vísi og
þann 26. júní sama ár opnaði Magnús Ólafsson sýningu á „skuggamyndum af dul-
arfullum fyrirbrigðum“ í iðnó, þar sem sjá mátti myndir úr riti Schrenck-Notzings
og „sýnishorn af eldri „andamyndum““. H.J., „Rannsóknir dularfullra fyrirbrigða.
Bók Schrenck-Notzings“, Vísir, 27. maí–18. júní 1914; „Skuggamyndir af dul-
arfullum fyrirbrigðum“, Vísir, 26. júní 1914, bls. 1 og „Úr bænum“, Vísir, 22. júní,
1914, bls. 1. Höfundur greinarinnar í Vísi er að öllum líkindum búfræðingurinn
Hermann Jónasson, sem á þessum tíma var ritstjóri dulspekitímaritsins Leifturs
og sendi frá sér rit um dulræn efni. Greina má forvitnileg tengsl á milli kenninga
Schrenck-Notzings um firðmótanir (þ. Teleplastie), lífgeislafræði Helga og hugleið-
inga Hermanns um að „í hugstöðvunum séu enn óþekt eða ófundin frumefni eða
frumefnasambönd, er senda frá sér orkustreymi, manngeisla eða lífgeisla“, hvort
sem „lífstreymið stafar frá hugum manna, sál lifandi manna eða dáinna verum“.
Hermann Jónasson, Dulrúnir, Reykjavík: Prentsmiðjan Gutenberg, 1914, bls.
53–54. Um dulspekileg skrif Hermanns, sjá einnig rit hans Draumar. Erindi flutt í
Reykjavík í febrúar 1912, Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja, 1912 (Guðmundur Finn-
bogason ritar eftirmála, bls. 169–171) og Jón Karl Helgason, Hetjan og höfundurinn.
Brot úr íslenskri menningarsögu, Reykjavík: Heimskringla, 1998, bls. 80–102. Um
viðtökur á verkum Schrenck-Notzings og samhengi andaljósmyndunar hér á landi,
sjá einnig Einar H. Kvaran, „Sálarrannsóknir. Dr. v. Notzing“, Morgunn 1/1923,
bls. 63–74; Á[gúst] H. B[jarnason], „Trú og sannanir“, Iðunn 3/1921, bls. 215–236
og Haraldur Níelsson, „Sálrænar ljósmyndir“, Eimreiðin 2/1926, bls. 147–161.
173 Sjá Guðmundur Finnbogason, Den sympatiske forstaaelse, Kaupmannahöfn: Gylden-
dalske Boghandel, 1911. Tengslin á milli lífgeislafræði Helga og kenningarinnar
um samúðarskilninginn koma glögglega fram í lýsingu Guðmundar, í ritinu Hugur
og heimur, á því hvernig svipir eiga það til að ná valdi á líkama hans: „Það hendir
„MAGNAN AF ANNARLEGU ViTi“