Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Qupperneq 169
168
fyrir að ræða hugrenningar Guyaus um „að verið geti, að til séu í alheimn-
um óendanlega mörg mannkyn, og ef til vill megi telja sum þeirra guði í
samanburði við mennina hér á jörð“ (93–94).174
Hér hefur ekki verið bent á skyldleika Nýals og heimspekilegra skrifa
þeirra Guðmundar og Ágústs til að sýna fram á bein áhrif eða rittengsl.
Markmiðið er öllu heldur að draga fram hvernig skrif þessara höfunda
spretta úr sama jarðveginum. Um leið og bent er á lykilhlutverk ný-lam-
arckismans í höfundarverki Helga er vert að undirstrika að kenningar
ný-lamarckismans voru fyrirferðarmiklar í íslenskri menningarumræðu
á fyrstu áratugum tuttugustu aldar. Þannig settu þróunarhugmyndir ný-
lamarckismans ekki aðeins sterkan svip á skrif Ágústs, heldur gegndu þær
jafnframt veigamiklu hlutverki innan þeirrar hefðar lífheimspeki sem
ratar af þunga inn í íslenska menningarumræðu með skrifum hans og
Guðmundar.175 Í þessu samhengi er einnig vert að nefna skrif Bjargar C.
mig oft, og þó helzt á kvöldin rétt áður en eg fer að sofa, þegar athyglin dofnar
og hugsanirnar dreifast, að andlitssvipur sem mér skyndilega dettur í hug og haft
hefir áhrif á mig, stelst yfir andlitið á mér, og eg finn hvernig alt ástand líkama
míns breytist um leið í samræmi við þennan svip, og mér finst þá sálarástandið
sem í svipnum bjó læsa sig um mig, eins og þessi persóna sem snöggvast lifði í mér,
hefði lánað líkama minn og stilt strengi hans á sinn sérkennilega hátt. Og eg finn
þá hve frábrugðið þetta ástand, eða þessar geðshræringar, eru mínum geðshrær-
ingum, þegar eg sjálfur af öðrum ástæðum kemst í eitthvað skylt skap.“ Guðmundur
Finnbogason, Hugur og heimur. Hannesar Árnasonar erindi, Reykjavík: Bókaverzlun
Sigfúsar Eymundsonar, 1912, bls. 216. Guðmundur tengir þessa reynslu við lýs-
ingar sálfræðingsins Théodores Flournoy á dulrænum upplifunum Hélène Smith,
„eins hins frægasta miðils á síðari tímum“ (sama rit, bls. 217), þegar henni finnst
eins og verndarandinn Leopold „smámsaman gagntaki sig, eins og hann læsi sig
um allan líkama sinn, eins og hann yrði hún eða hún yrði hann“ (sama rit, bls. 217
– þýðing á tilvitnun í Théodore Flournoy, Des Indes à la Planète Mars. Étude sur un
cas de somnambulisme avec glossolalie, París og Genf: Alcan / Eggimann, 1900, bls.
117).
174 Sjá Ágúst Bjarnason, Jean-Marie Guyau. En fremstilling og en kritik af hans filosofi,
Kaupmannahöfn og Kristjanía: Gyldendalske boghandel / Nordisk forlag, 1911,
bls. 190. Helgi vísar hér í kafla í ritgerðinni þar sem Ágúst tekur saman hugmyndir
Guyaus og lýsingar hans á þessum „bræðrum okkar í alheiminum“. M. Guyau,
L’Irréligion de l’avenir. Étude sociologique, París: Félix Alcan, 1906 [1887], bls. 446.
175 Ágúst fjallar víða í verkum sínum um þróunarkenninguna í tengslum við Darwin
og ný-lamarckismann, en einkum má hér benda á rit hans um nítjándu öldina. Af
umræðu hans um mótun og þróun skynfæranna má glögglega sjá hvernig skrif hans
byggja á starfsvalskenningu Lamarcks: „Skynfæri þessi myndast nú öll fyrir hin
mismunandi ytri áhrif og ólíka starfsemi frumanna, er aðlaga sig áhrifum þessum
og venjast á það smátt og smátt að svara þeim hver upp á sinn hátt. En við það
ummyndast frumurnar smámsaman og verða að ákveðnum skynfærum, og svo
BenediKt HjaRtaRSon