Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Síða 170
169
Þorláksson, sem voru mótuð af kenningum Lamarcks og byggðu að hluta
til á þróunarhugmyndum með rætur í þeirri hefð lífheimspeki sem verk
Bergsons lögðu grunninn að.176 Hér má ekki aðeins benda á heimspekileg-
ar ritgerðir Bjargar frá þriðja áratugnum, þar sem hún nefnir að það hafi
„einkum og sérílagi“ verið „hin fræga bók Bergsons – Évolution créatrice“
er hafi verið sér „hvetjandi og frjóvgandi“ á þessu sviði, þótt hún hafi áttað
sig á að „þróunarsaga sú, er Bergson færir sínum ályktunum til stuðnings,
var þegar á ýmsum sviðum úrelt og hrakin fyrir nýjar og fyllri tilraunir
lífeðlisfræðinga“.177 Einnig má hér benda á einn af forvitnilegustu textum
Bjargar, sem birtist í Skírni árið 1914. Þar fjallar hún um belgíska skáld-
ið og dulspekinginn Maurice Maeterlinck og beinir sjónum sérstaklega
að bók hans La Mort (Dauðinn, 1913).178 Hún ræðir ekki aðeins hug-
festast ummyndanir þessar með því að ganga að erfðum lið fram af lið, um leið og
þær fullkomnast smátt og smátt frá einni tegund til annarrar, þangað til hinni æðstu
fullkomnun er náð. Og á líkan hátt er því varið með önnur líffæri dýranna.“ Ágúst
H. Bjarnason, Yfirlit yfir sögu mannsandans. Nítjánda öldin. Reykjavík: Bókaverzlun
Guðmundar Gamalíelssonar, 1906, bls. 268; sjá einnig bls. 271–308. Ágúst sækir
hér til kenninga þýska líffæra- og fósturfræðingsins Wilhelms Roux um aðlögun
frumna að umhverfi sínu í Kampf der Theile im Organismus. Ein Beitrag zur Vervoll-
ständigung der mechanischen Zweckmässigkeitslehre, Leipzig: Wilhelm Englemann,
1881. Um skrif Ágústs og tengsl þeirra við ný-lamarckisma, sjá Steindór J. Erlings-
son, „inngangur“, bls. 72–86; Jakob Guðmundur Rúnarsson, Einhyggja, þróun og
framfarir, bls. 107–110 og Jakob Guðmundur Rúnarsson, „Skemmtun, fróðleikur
og nytsemd. Heimspekin að baki ritstjórnarstefnu tímaritsins Iðunnar, 1915–23“,
Ritið 2/2015, bls. 9–32. Í tengslum við skrif Guðmundar má m.a. benda á þýð-
ingu hans frá árinu 1907, þar sem kenningar ný-lamarckismans eru til umræðu:
„Darwinskenning og framþróunarkenning. Umræður á fundi Hins franska heim-
spekisfélags 6. apríl 1905“, Skírnir 1/1907, bls. 13–32.
176 Sjá Sigríður Þorgeirsdóttir, „Að koma Björgu á kortið. Heimspeki Bjargar C.
Þorláksson í evrópsku samhengi“, Björg. Verk Bjargar C. Þorláksson, ritstj. Sigríður
Dúna Kristmundsdóttir, Reykjavík: JPV, 2002, bls. 159–182.
177 Björg C. Þorlákson, „Samþróun líkama og sálar“, Skírnir 1/1928, bls. 9–32, hér
bls. 11–12. Sjá einnig Björg Þorláksdóttir, „Helztu tilgátur um uppruna lífs á
jörðu“, Eimreiðin 3/1925, bls. 202–223; Bjorg-Caritas Thorlakson, Le Fondement
physiologique des instincts des systèmes nutritif, neuromusculaire et génital, París: PUF,
1926 og Björg C. Þorláksson, „Lífþróun. Annað bindi“, Björg. Verk Bjargar C.
Þorláksson, bls. 183–329.
178 Maurice Maeterlinck, La Mort, París: Eugène Fasquelle, 1913. Þegar horft er til
sambands dulspeki og alþýðlegrar vísindaumræðu með áherslu á líffræði, er eftir-
tektarvert að eina bók belgíska skáldsins sem kemur út í íslenskri þýðingu á fyrri
hluta aldarinnar er alþýðlegt vísindarit (La Vie des abeilles, 1901) um samfélag, þróun
og vitsmunastarf býflugna. Ritinu er ætlað að kynna lesendur fyrir „nær öllu því,
sem fullvíst er og merkilegt má kalla og djúpsett og tekur til einkalífs þeirra, sem
í kúpunni búa“. Maurice Maeterlinck, Býflugur, þýð. Bogi Ólafsson, Reykjavík:
„MAGNAN AF ANNARLEGU ViTi“