Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Síða 171
170
myndir Maeterlincks um að „í flestum „dauðum“ efnum búi orka, sem
venjulega er margfalt meiri en orka sú, er býr í „lifandi“ líkömum manna
eða dýra“, heldur tekur hún einnig undir þá ályktun hans að til séu vit-
undir utan „jarðvitundar vorrar“ og í raun sé „sennilegast, að vér höfum
átt mýmargar vitundir, sem jarðlíf vort nú hylur sjónum vorum“.179 Loks
ræðir hún umfjöllun Maeterlincks um dulspekikenningar um alheims-
vitund og sálnaflakk og vísar þar til skrifa guðspekingsins Annie Besant
og trúarbragðafræðingsins Max Müller.180 Skrif Bjargar eru, líkt og skrif
Ágústs, Guðmundar og Helga, áleitið dæmi um flókin og gagnvirk tengsl
dulspekilegra trúarhugmynda, vísindahyggju og lífheimspeki í menningar-
umræðu hér á landi á öndverðri tuttugustu öld.
Lokaorð
Þeirri greiningu á mælskulist Helga Pjeturss sem hér hefur verið sett fram
er fyrst og fremst ætlað að varpa fram spurningum sem kalla á frekari rann-
sóknir. Hvort sem horft er til starfsemi dultrúarhreyfinga í upphafi tuttug-
ustu aldar, hefðar strangvísindalegrar heimsmyndafræði, þeirrar hefðar
lífheimspeki sem tengja má kenningum Bergsons um skapandi þróun eða
alþýðlegrar vísindaumræðu um ósýnilegar bylgjur og geisla sem byggðist á
eðlisfræði ljósvakans, er mikilvægt að kanna nánar það þekkingarumhverfi
sem nýalsspekin þreifst í. Þegar horft er til þróunarkenningarinnar blas-
ir við að ný-lamarckisminn og skyldir straumar, sem tóku á náttúruvals-
kenningu Darwins með gagnrýnum hætti, voru rúmfrekir í vísinda- og
menningarumræðu hér á landi í upphafi tuttugustu aldar. Aðdráttarafl
ný-lamarckismans fólst ekki síst í því að þar var á ferð líffræðikenning
sem opnaði fyrir möguleikann á virkum þætti vitundarinnar í framvindu
lífsins og að því leyti var hún samrýmanleg hugmyndum um innbyggða
markvísi þróunarinnar, hvort sem slíkar hugmyndir voru af raunvísinda-
legum, heimspekilegum eða trúarlegum toga. Auk þess virtist kenningin
samrýmanleg hugmyndum náttúruspeki og lífheimspeki um einhverskon-
ar órætt lífsafl sem drifkraft sögunnar og jafnvel hugmyndum um heims-
Hið íslenzka þjóðvinafjelag, 1934, bls. 4. Um menningarsögulegt og skáldskapar-
fræðilegt samhengi þessa rits Maeterlincks, sjá Eva Johach, „„Schicksalvolles
Zauberbild“. Maurice Maeterlincks „Leben der Bienen“ zwischen Poesie und
Wissenschaft“, Zeitschrift für deutsche Philologie 126/2007, bls. 322–338.
179 Björg Þ. Blöndal, „Hvað er dauðinn?“, Skírnir 1/1914, bls. 35–48, hér bls. 37, 40
og 39.
180 Sama rit, bls. 40.
BenediKt HjaRtaRSon