Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Side 174
173
Ú T D R Á T T U R
„Magnan af annarlegu viti“
Um strangvísindalega dulspeki Helga Pjeturss
Jafnan er litið svo á að afdráttarlaus skil verði á höfundarferli Helga Pjeturss um
1910, þegar hann segi skilið við rannsóknir á sviði náttúruvísinda og helgi krafta
sína dulrænum efnum. Við nánari athugun má greina samfellu í höfundarverkinu,
sem teygir sig frá fyrstu ritgerðum Helga á sviði líffræði til lýsinga hans á alheimi
sem er byggður framandi verum og þrunginn annarlegum kröftum. Í greininni
er leitað svara við áleitnum spurningum um samband vísindahyggju og andlegra
strauma í menningu nútímans sem vakna við lestur Nýals, fyrsta lykilrits Helga á
sviði heimsmyndafræði, sem kom út í þremur bindum á árunum 1919–1922 og
var ætlað að leiða mannkynið inn í nýja heimsmynd þar sem átrúnaður og vísindi
yrðu eitt. Sjónum er beint að tilkalli Nýals til vísindalegs þekkingargildis og rótum
hinnar nýju heimsmyndafræði í kenningum um ljósvakann og þróun lífsins, sem nú
eru gleymdar en gegndu mikilvægu hlutverki í alþýðlegri vísindaumræðu í upphafi
tuttugustu aldar.
Lykilorð: dulspeki, Helgi Pjeturss, vísindasaga, ljósvakafræði, þróunarkenningar
A B S T R A C T
“Induction of alien knowledge”
On the Scientistic Esotericism of Helgi Pjeturss
Scholars have traditionally seen a fundamental rupture in the oeuvre of Helgi Pjet-
urss around 1910, as he breaks off his promising career as a natural scientist and
turns toward esotericism and cosmological speculation. Yet, a closer look at Pjet-
urss’ oeuvre reveals a continuity that can be traced from the first biological essays
to his descriptions of a universe inhabited by alien beings and governed by invisible
forces. The article deals with the intriguing questions about the relationship of
scientism and spiritual currents in cultural modernity aroused by Nýall, Pjeturss’
first key work on cosmology, published in three volumes in 1919–1922, which was
intended to lead humanity into a new epistemological order where religion and
science would merge in a mode of higher knowledge. The focus is on the work’s
claim to scientific knowledge and its links to ether physics and theories of evolution,
which are now forgotten but which played an important role in popular discussions
of science in the early 20th century.
Keywords: esotericism, Helgi Pjeturss, history of science, ether theories, theories of
evolution
„MAGNAN AF ANNARLEGU ViTi“