Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Page 177
176
andReaS B. KilcHeR
stefnur og útgáfuverkefni á þess vegum. Samtökin hafa gegnt lykilhlutverki
við að leggja grunn að nýjum rannsóknum á þeim breiða vettvangi sem kennd-
ur hefur verið við dulspeki, en Kilcher er einn af stofnmeðlimum samtakanna
og hefur starfað sem forseti þeirra frá árinu 2013.3
Kilcher er prófessor í bókmenntafræði og menningarfræði og forstöðu-
maður rannsóknaseturs í þekkingarsögu (Zentrum Geschichte des Wissens)
við Svissneska tækniháskólann í Zürich (ETH: Eidgenössische Technische
Hochschule). Auk fjölmargra greina og rita um dulspeki hefur hann m.a. gefið
út bækur um höfunda á borð við Franz Kafka, Max Frisch og Heinrich Heine
og viðamikið rit um bókmenntir og alfræði.4 Þekkingarfræði dulspekinnar
er veigamikill þáttur í rannsóknum hans og hefur hann einkum fengist við
kabbala og aðrar gyðinglegar þekkingarhefðir. Af skrifum hans um kabbala má
einkum nefna bókina Die Sprachtheorie der Kabbala als ästhetisches Paradigma,5
en í textanum sem hér birtist má sjá nokkur ummerki þess að þar er á ferð
fræðimaður með sérþekkingu á þessu sviði. Gildi greinarinnar felst þó ekki
eingöngu í þeirri innsýn sem hún gefur lesendum í heimsmynd kabbala, en
nokkrum skýringum hefur verið bætt við íslensku þýðinguna til að gera les-
3 Um sögu og starfsemi ESSWE, sjá heimasíðu samtakanna: http://www.esswe.org.
Af mikilvægum útgáfuverkefnum má nefna tímaritið Ariès. Journal for the Study
of Western Esotericism og ritröðina Texts and Studies in Western Esotericism, auk
viðamikils tveggja binda uppflettirits sem er lykilverk fyrir þá sem fást við rann-
sóknir á sviðinu: Wouter J. Hanegraaff, Antoine Faivre, Roelof van den Broek og
Jean-Pierre Brach (ritstj.), Dictionary of Gnosis and Western Esotericism, Leiden og
Boston: Brill, 2005. Auk prófessorsstöðunnar og rannsóknasetursins í Amsterdam
er hér vert að nefna mikilvægi tengdra rannsóknastaða við Sorbonne-háskóla í
París, við háskólann í Óðinsvéum og við háskólann í Groningen. Ágætt yfirlit um
fyrsta áratug starfseminnar í Amsterdam og mótun rannsóknavettvangsins má finna
í samantekt Wouters J. Hanegraaff, sem gegnir prófessorsstöðunni í Amsterdam og
var jafnframt fyrsti forseti ESSWE: „Ten Years of Studying and Teaching Western
Esotericism“, Hermes in the Academy, bls. 17–29.
4 Sjá Franz Kafka, Frankfurt am Main: Suhrkamp, 2008; Max Frisch, Frankfurt am
Main: Suhrkamp, 2011; Poétique et politique du Witz chez Heinrich Heine / Poetik und
Politik des Witzes bei Heinrich Heine, París: Éditions de l’Éclat, 2014 og mathesis und
poiesis. Die Enzyklopädik der Literatur 1600–2000, München: Wilhelm Fink, 2003.
5 Andreas B. Kilcher, Die Sprachtheorie der Kabbala als ästhetisches Paradigma. Die
Konstruktion einer ästhetischen Kabbala seit der frühen Neuzeit, Stuttgart: Metzler,
1998. Einnig má hér nefna mikilvæg verk um þekkingarfræði dulspeki sem Kilcher
hefur ritstýrt, sjá m.a. Andreas B. Kilcher (ritstj.), Constructing Tradition. Means
and Myths of Transmission in Western Esotericism, Leiden og Boston: Brill, 2010;
Andreas B. Kilcher og Philipp Theisohn (ritstj.), Die Enzyklopädik der Esoterik.
Allwissenheitsmythen und universalwissenschaftliche Modelle in der Esoterik der Neuzeit,
München: Wilhelm Fink, 2010.