Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Page 178
177
endum hægara um vik að átta sig á vísunum í þá hefð og aðra þekkingar-
strauma dulspekinnar. Gildi greinarinnar felst ekki síst í hinu víða sjónarhorni,
sem er nokkuð ólíkt því sem lesendur eiga að venjast í umfjöllun um dulspeki,
þar sem hið trúarlega eða andlega er jafnan skilgreiningarþáttur. Kilcher ein-
blínir ekki á andlega þætti eða dulspeki sem „sérstætt trúarlegt fyrirbrigði“,
heldur horfir til þekkingarhátta dulspekinnar í víðu samhengi. Viðfangsefnið
eru ekki afmarkaðar andlegar hefðir eða trúarlegar hneigðir heldur „dulspeki“
sem vettvangur margvíslegra menningarlegra og þekkingarfræðilegra átaka,
sviptinga og málamiðlana. Útgangspunkturinn er að viðfangsefnið „verði ekki
skilgreint á hlutlægan hátt“, í raun sé ekki hægt að tala um hefð eða hefðir dul-
speki sem safn tiltekinna rita eða hugmynda. Dulspekin er öllu heldur stöðugt
í mótun og Kilcher lýsir henni sem „breytilegri afurð orðræðna og túlkana“ er
mótist af þekkingarsögulegum skilyrðum: dulspeki er m.ö.o. sú þekking sem
er skilgreind sem dulspeki á hverjum tíma, út frá ríkjandi trúarlegum og – í
nútímanum – vísindalegum forsendum. Til grundvallar þessum skilningi ligg-
ur aðferðafræði orðræðugreiningar og aðgreiningin í exóteríska og esóteríska
þekkingu, þ.e. þá þekkingu sem er viðurkennd innan tiltekinnar menningar
á tilteknum tíma og þá þekkingu sem fellur utan þess ramma og flokkast sem
dulspeki eða esóterík. Frá þessu sjónarhorni opnast ekki aðeins leiðir til að
greina átökin um dulspeki á ólíkum tímabilum menningarsögunnar, heldur
einnig sýn á dulspekina sem „órofa þátt í evrópskri þekkingarsögu“ eins og
Kilcher kemst að orði.
Vitaskuld má þó greina ákveðin sameiginleg einkenni á þeirri þekkingu
sem fellur undir dulspeki, enda bendir Kilcher á að dulspekin búi yfir sinni sér-
stæðu „félagsfræði, pólitík, tækni, menningu og skáldskaparfræði þekkingar“.
Í þessu samhengi nefnir hann m.a. „skefjalausa bjartsýni og trú á altæka þekk-
ingu“ er einkenni mótsvar dulspekinnar við viðurkenndum þekkingarháttum
hvers tíma og að „meginspennan“ í þekkingarfræði dulspekinnar snúi að sam-
bandi þekkingar og átrúnaðar. Hér verður ekki farið nánar í þær sjö tilgátur
sem Kilcher setur fram og útfærir í grein sinni, heldur er lesendum látið eftir
að sökkva sér ofan í efni greinarinnar. Hér verður heldur ekki farið í saumana
á þeirri staðreynd að tilgáturnar í þessari jarðbundnu tilraun til greiningar á
dulspeki skuli einmitt vera sjö og skírskoti þar með á írónískan hátt til talna-
speki og leitar að guðlegri visku. Hér verður látið nægja að undirstrika að
lokum þá lykilathugun Kilchers að tengsl esóterískrar og exóterískrar þekkingar,
eða dulspeki og viðurkenndrar þekkingar, „byggjast ekki á andstæðu held-
ur díalektík: á gagnvirku sambandi mótunar, örvunar, afmörkunar og höfn-
SJÖ ÞEKKiNGARFRÆðiLEGAR TiLGÁTUR UM DULSPEKi