Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Page 179
178
unar“. Það er þetta díalektíska sjónarhorn sem gerir mótandi þátt dulspek-
innar í menningu nútímans sýnilegan. Dulspekin hafnar ekki aðeins viðtekinni
þekkingu og öfugt, heldur skilgreina sviðin hvort annað, örva hvort annað og
afmarka og leggja þannig grunn hvort að öðru. Þannig hefur dulspekin virkni
„íhugandi eða spekúlatífrar þekkingar“ sem leitast stöðugt við að færa út mörk
þeirrar þekkingar sem telst gjaldgeng á meðan vísindi, hefðbundin trúarbrögð
og önnur viðurkennd eða stofnanabundin þekkingarstarfsemi þrífst á sinn hátt
á dulspekinni og þarfnast hennar til að draga skýra línu á milli þeirra hug-
mynda sem teljast tækar og þeirra sem hljóta að teljast ótækar. Í þessu ferli býr
í senn sprengikraftur og þekkingarfræðileg erting dulspekinnar.
Benedikt Hjartarson
Sjö þekkingarfræðilegar tilgátur um dulspeki
Á síðastliðnum áratug hefur færst nýr kraftur í rannsóknir á evrópskri dul-
speki, með nýrri aðferðafræði, nýjum spurningum, nýjum rannsóknastofn-
unum, nýjum þrótti og sýnilegum áhuga fræðimanna á dulspeki almennt.
Þróunina má að verulegu leyti rekja til prófessorsstöðunnar í Amsterdam
sem er tileinkuð „sögu hermetískrar heimspeki og skyldra strauma“. Á
stuttum líftíma sínum hefur hún orðið einn fyrsti og jafnframt helsti vett-
vangurinn í evrópskum rannsóknum á dulspeki. Enginn sem fæst við rann-
sóknir á evrópskri dulspeki nú á dögum, enginn sem hyggst taka virkan
þátt í akademískri orðræðu, getur sniðgengið GHF.6 Stofnunin er orðin að
höfuðborg á landakorti evrópskra dulspekirannsókna.
Kenningar:
1. Dulspeki verður ekki skilgreind á hlutlægan hátt heldur er hér um
að ræða breytilega afurð orðræðna og túlkana.
6 [GHF er skammstöfun fyrir upphaflegt hollenskt heiti „Rannsóknaseturs um sögu
hermetískrar heimspeki og skyldra strauma“ (Center for History of Hermetic
Philosophy and Related Currents) í Amsterdam. Hermetík (e. hermeticism / her-
metism) eða „hermetísk heimspeki“ vísar til eins af meginstraumum vestrænnar
dulspekihefðar. Heitið er dregið af nafni hins goðsagnakennda spekings Hermesar
Trismegistus, en við hann er kennt textasafnið Corpus Hermeticum og önnur rit
sem telja má til lykilrita vestrænnar dulspeki. Ritin, sem talin eru geyma forna
visku, gegna lykilhlutverki innan ólíkra strauma dulspeki, þ.á m. í gullgerðarlist,
stjörnuspeki og galdralist.]
andReaS B. KilcHeR