Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Page 181
180
umdeildum túlkunum (sem ævaforn launþekking heilagra ritninga,
sem þekking á duldum eiginleikum náttúrunnar, sem skynsemistrú
er hafin sé yfir viðurkennd táknkerfi, sem alþýðuþekking er hafin
sé yfir lærða þekkingu eða sem „hjátrú“ þegar á hana er deilt).
1.3 Dulspeki reynist þannig vera afurð margvíslegra túlkana innan
margbrotins sögulegs, þjóðfélagslegs, menningarlegs og fræðilegs
samhengis.
1.4 Þegar dulspekin er þannig svipt inntaki sínu og könnuð sem orð-
ræða hefur það áhrif á rannsóknir fræðimanna. Til að öðlast skiln-
ing á dulspeki þarf að beina athyglinni frá inntaki að virkni, frá
efnivið að mótun, frá sögu að orðræðu.
1.5 Tilkall trúarbragðafræðanna til að leiða rannsóknirnar verður vafa-
samt á sama hátt og smættunin í trúarlegt fyrirbrigði. Hefðbundnar
greiningarleiðir trúarbragðafræðanna eru þar af leiðandi víkkaðar út
á þverfræðilegan hátt með rannsóknum á sviði heimspeki, sagnfræði,
þjóðfræði, menningarfræði, bókmenntafræði og vísindasagnfræði.
Athugun 2. Frá sérstæðu fyrirbrigði til ferlis þekkingarfræðilegrar
menningar. Viðmiðaskiptin, sem fela í sér að dulspekin er svipt inntaki
sínu, vekja upp áleitna spurningu um hvernig megi réttilega skilja og lýsa
þessari síkviku mynd sem við köllum „dulspeki“ og kemur fram á hverf-
ulan og breytilegan hátt í ólíkum orðræðum nútímans í Evrópu. Svarið er
að henni verður ekki lýst frá kennilegu sjónarhorni sem óbreytanlegu og
sérstæðu fyrirbrigði, heldur verðum við að líta á hana út frá virkni, sem
síkvika og félagslega mótun og túlkun – með öðrum orðum: sem afurð til-
tekinnar þekkingarmenningar.
2.1 Margbreytilegri gerð dulspekinnar má lýsa á viðhlítandi hátt út
frá þekkingarhugtaki sem er bundið iðkun og lítur á þekkingu sem
framkvæmd, sem menningu. Með þekkingu er hér átt við þá marg-
brotnu félagslegu túlkunarstarfsemi sem leggur grunn bæði að vís-
indum og dulspeki.
2.2 „Dulspeki“ tilheyrir margvíslegri þekkingarmenningu, hún er
m.ö.o. afurð margvíslegrar þekkingarfræðilegrar starfsemi.
2.3 Rannsóknirnar beinast ekki að sérstæðu trúarlegu fyrirbrigði,
heldur að þekkingarfræðilegum, félagslegum og menningarleg-
um málamiðlunum um „dulspeki“ – nánar til tekið: að félagsfræði,
pólitík, tækni, menningu og skáldskaparfræði þekkingar, sem leggja
andReaS B. KilcHeR