Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Page 182
181
grunn að, miðla, ummynda, verja eða grafa undan þekkingarfræði-
legum mynstrum eins og göldrum, kabbala, dulfræði eða okkúlt-
isma o.s.frv.
Athugun 3. Bjartsýni og trú á altæka þekkingu. Sú tilgáta að dulspeki
myndist í orðræðubundnu og þekkingarfræðilegu ferli verður meira sann-
færandi þegar horft er til þeirra þekkingarfræðilegu eiginleika sem hún
sjálf gerir tilkall til.
3.1 Tilkall dulspekinnar til æðri þekkingar má greina út frá saman-
burðinum við guðfræðilega dulhyggju og því sem aðgreinir þær.
Dulhyggjan er knúin áfram af djúpstæðum efa andspænis þekking-
unni á heimi, manni og náttúru. Hún rís öndverð gegn þekkingunni
og teflir gegn henni ekki-þekkingu (sbr. The Cloud of Unknowing).7
Á meðan dulhyggjan afsalar sér allri jákvæðri („ytri“) þekkingu í
þágu innri trúar og gefur sig þögn neikvæðisins á vald, kemur dul-
spekin fram sem skefjalaus bjartsýni og trú á altæka þekkingu – að
þessu leyti gefur hún vísindum nútímans ekkert eftir.
3.2 Þessi bjartsýni og trú á altæka þekkingu tekur á sig margvíslegar
myndir, t.a.m. sem „dulin“ (innvígð) þekking, „æðri“ (háleit) þekk-
ing, „ævaforn“ (frumlæg) þekking, fjölfræðileg (altæk) þekking,
algjör (fullkomin) þekking o.s.frv.
3.3 Gnósis er dæmi um bjartsýnina á horfur þekkingar. Í textum eins og
Sannleiksguðspjallinu er gnóstíkanum lýst sem þeim sem veit, sem
þekkir leyndan uppdrátt heimsins.8 Gnósis gerir þannig ráð fyrir
frumlægri einingu allrar þekkingar, er hafi fallið í gleymsku vegna
hörmulegra ófara og nauðsynlegt sé að endurheimta. Þannig kall-
ast læknisráð gnósis „endurlausn eftir leið þekkingarinnar“.
3.4 Kabbala er dæmi um trú dulspekinnar á altæka þekkingu. Sem hok-
hmah (vísindi) – sem á latínu var útlagt ars cabbalistica (Reuchlin)
eða scientia cabbalistica (Pico della Mirandola) – gerir kabbala um
7 [The Cloud of Unknowing (Ský þekkingarleysisins) er kristilegt dulhyggjuverk sem
ritað var á miðensku á fjórtándu öld, höfundur er óþekktur. Verkið hefur að geyma
andlegan leiðarvísi að hinni kristnu íhugunarbæn og leggur áherslu á að gefa sjálf
sitt og hugsun um eiginleika Guðs á vald þekkingarleysinu til að nálgast hið sanna
inntak hans. Notkun myndhverfingarinnar „ský þekkingarleysisins“ má rekja aftur
til rita sem hafa verið eignuð dulspekingnum Díónýsíusi Areopagita.]
8 [Sannleiksguðspjallið er eitt þeirra gnóstísku rita sem varðveist hafa í koptískri gerð
eins af Nag Hammadi handritunum sem fundust í Suður-Egyptalandi árið 1945.]
SJÖ ÞEKKiNGARFRÆðiLEGAR TiLGÁTUR UM DULSPEKi