Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Page 184
183
4.1 Díalektík af þessu tagi birtist í þeirri staðreynd að greinar dul-
spekinnar koma ekki fram stakar, heldur í tvenndarsamsetningum
(t.a.m. í tvenndum eðlisfræði og galdra, efnafræði og gullgerðar-
listar, stjörnufræði og stjörnuspeki, læknisfræði og dulspekilegrar
læknislistar, sálfræði og dulsálarfræði o.s.frv.).
4.2 Í þessu díalektíska sambandi dregur þekkingartilkall dulspekinnar
í efa opinberlega viðurkennd skýringarlíkön guðfræði og vísinda.
Þessu má einnig lýsa frá jákvæðu sjónarhorni: dulspekin dregur
það sem hverju sinni telst ríkjandi og viðurkennd vísindaþekking
langt út yfir mörk þess sem verður sannreynt á röklegan eða raun-
bundinn hátt: inn á svið trúarbragða, goðsagna og frásagnarlistar
(bókmennta).
4.3 Frá sjónarhorni viðtekinnar vísindaþekkingar er skýlaust tilkall
dulspekinnar til „æðri“, „dulinnar“, „algjörrar“ (o.s.frv.) þekkingar,
holdgerving þekkingar sem þegar upp er staðið er fölsk, „gervi-
þekking“ eða „hjáþekking“.
4.4 Þessi gagnkvæma ögrun dulspekilegrar og vísindalegrar þekkingar
staðfestir einmitt að mótun veraldlegrar (raunvísindalegrar, mann-
fræðilegrar, læknisfræðilegrar o.s.frv.) þekkingar nútímans er sam-
ofin þekkingu dulspekinnar.
Athugun 5. Dulspeki á mörkum þekkingar og trúar. Þekkingarfræði dul-
spekinnar á ekki aðeins í díalektísku sambandi við þekkingu vísindanna, held-
ur einnig við átrúnað. Í þessari togstreitu á milli þekkingar og trúar sprettur
dulspekin upp sem blendingsmynd: sem íhugandi eða spekúlatíf þekking.
5.1 innan þekkingarfræði dulspekinnar verður hið trúarlega að spurn-
ingu um þekkingu en þekkingin aftur á móti að spurningu um
trúarbrögð. Þannig einkennist þekkingarfræði dulspekinnar af því
að hún liggur á mörkum trúarbragða og þekkingar sem eitthvað
misleitt (sem blendingur).
5.2 Þetta er jafnframt meginástæðan fyrir óþoli hennar í garð staðlaðra
trúarviðhorfa (en einnig, á sambærilegan hátt, staðlaðra vísinda-
viðhorfa). Gengið er að mótstöðu þeirra kirkju- og trúar yfirvalda
sem stýra orðræðunni sem gefinni. Dulspekin er fordæmd sem
„rangtrúnaður“, „trúvilla“ eða „hjátrú“.
5.3 Andsvarið við dulspekinni í viðeigandi guðfræðilegum deilum
sýnir að framlag dulspekilegrar þekkingarfræði til orðræðunnar
SJÖ ÞEKKiNGARFRÆðiLEGAR TiLGÁTUR UM DULSPEKi