Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Blaðsíða 185
184
er einmitt fólgið í staðsetningu hennar á mörkum trúarbragða og
vísinda, trúar og þekkingar.
Athugun 6. Dulspeki, goðsagnir, bókmenntir. Dulspekin dregur einnig
þekkinguna út að mörkum goðsagna og bókmennta. Hún byggist ekki
fyrst og fremst á rökfræðilegri ígrundun eða raunbundnum sönnunum,
heldur á frásagnarbundnum, myndrænum og fagurfræðilegum mótunum
sem lýsa má, út frá sjónarhorninu hverju sinni, sem íhugun, hughyggju,
útópíu eða hugarflugi.
6.1 Þekking dulspekinnar forðast ekki goðsögulegt hugvit og tjáningar-
aðferðir bókmenntanna.
6.2 Líkt og goðsögnin er þekkingarfræði dulspekinnar t.a.m. knúin
áfram af sýn á uppruna og hefð, þ.e. af hugmynd um ævaforna
þekkingu sem hefur glatast og verður sífellt að endurheimta hér og
nú. Hér má greina þátt sporgöngunnar í dulspekinni: hún sækir í
uppruna sem hefur verið slegið á frest og endurreisir glataða hefð.
6.3 Þekkingarfræði dulspekinnar smíðar frásagnir um söguna, alheim-
inn, guðdóminn, mannkynið o.s.frv. Hún byggist á því að hægt sé
að færa þekkingu í frásagnir, jafnvel uppgötva (inventio) hana.
6.4 Dulspeki vinnur opinskátt og á staðfestandi hátt með (fagurfræði-
legar, mælskufræðilegar, skáldskaparfræðilegar) tjáningaraðferðir
bókmenntanna. Hún ljær líkingum, dæmisögum, myndhverfing-
um, ímyndum o.s.frv. þekkingarfræðilega virkni.
Athugun 7. Þekkingarfræði dulspekinnar í sögu þekkingarinnar. Þekk-
ingarfræðilegt sérkenni dulspekinnar er ekki ósögulegt, heldur háð fram-
vindu sögulegra og menningarlegra aðstæðna og túlkana. Sérkenni hennar
er afurð stöðugt nýrra málamiðlana og sviptinga innan orðræðunnar.
7.1 Á miðöldum, einkum í guðfræði skólaspekinnar, er þekking dul-
spekinnar sökuð um trúvillu og henni úthýst, sem artes incertae
eða prohibitae, úr þeirri þekkingu sem grundvallast á guðfræði.12
Íhugandi náttúruþekking hinna dulrænu lista er felld undir dóm
guðfræðinnar og hún fordæmd. Galdrar eru í besta falli liðnir eftir
12 [„Hinar óvissu listir“ (artes incertae) vísa til þeirra kenninga sem taldar voru
óáreiðanlegar og jafnvel háskalegar á miðöldum, líkt og t.a.m. andasæringar,
lófalestur, draumráðningar og svið innan stjörnufræði. Hinar „forboðnu listir“
(artes prohibitae) vísa til fordæmingar slíkrar þekkingariðkunar á miðöldum og á
endurreisnartímanum.]
andReaS B. KilcHeR