Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Page 186
185
að guðfræðin hefur hreinsað þá í nafni Guðs (otioth ve-muftaim), en
ekki sem særingar (kishuf).13
7.2 Þegar kemur fram á nýöld opnast möguleikar á að innlima þekk-
ingu dulspekinnar í nýtt, bjartsýnt sjónarhorn á náttúruna og ekki
er lengur nauðsynlegt að úthýsa henni með banni. Þannig má öðl-
ast röklegan skilning á göldrum sem magia naturalis.14 Í þessu tilliti
er í raun ekki hægt að tala um dulspeki eða esóterík í upphafi nýald-
ar: launþekking hennar er viðurkennd eða exóterísk.
7.3 Upplýsingin leggur nýjar línur um samband þekkingar og trúar, dul-
speki og viðurkenndrar þekkingar. Á forsendum vísindahugtaks sem
byggist á skynsemi og reynslu verður svið hins dulspekilega að sviði
óopinberrar, dulinnar þekkingar. Það sem var nauðsynlegt að útiloka
frá „réttri“ trú sem „óvíst“, „forboðið“ eða „trúvillu“ á miðöldum, er
nú gert útlægt úr „réttri“ þekkingu sem „heimska“ og „hindurvitni“.
7.4 Með útbreiðslu vísindalegrar aðferðar, raunspeki, söguhyggju
o.s.frv. á nítjándu öld tekur þekkingarfræðileg útskúfun dulspek-
innar á sig róttækari mynd. En einmitt við þessi ögrandi skilyrði
tekur hún á sig sína öflugustu mynd í nútímanum: með dulfræðinni
eða okkúltismanum (guðspeki, spíritismi, dulsálarfræði, nýaldar-
speki o.s.frv.). Hér verður hið dulspekilega að íhugandi gagnþekk-
ingu sem beinist gegn þeirri þekkingu nútímans sem grundvallast á
rökhyggju, raunbundnum sönnunum og hagnýti.
7.5 Með þekkingarsögulegu sjónarhorni á dulspeki er hin hefðbundna
kenning um afhelgun hrakin, en hún gerir ráð fyrir að spurningar
um trúar brögð víki í síauknum mæli fyrir spurningum um þekk-
ingu. Dulspekin sýnir að ferli nútímavæðingarinnar er sífellt rofið
af díalektískum sviptingum og spennu, þegar trúarbrögð, goðsagnir
og þekking ögra, afmarka og leggja um leið grunn hvert að öðru.
7.6 Dulspekin kemur fram sem ókennd nútímans: endurkoma þess
sem menn töldu sér trú um að væri gleymt og grafið.
Benedikt Hjartarson þýddi
13 [Í íslenskri þýðingu Biblíunnar frá 1981 er otioth ve-muftaim þýtt sem „jarteikn og
stórmerki“ (2. Mós. 7:3 – í Biblíuþýðingunni frá 2007 er hér talað um „tákn og
stórmerki“), þar sem vísað er til gjörða Guðs. Kishuf á hebresku merkir „galdur“
eða „særingar“.]
14 [Magia naturalis vísar til „galdurs“ eða dulinna afla og „leyndardóma náttúrunnar“,
en rannsóknir á því sviði gegndu veigamiklu hlutverki innan þeirra strauma nátt-
úruspeki sem mótuðust í upphafi nýaldar.]
SJÖ ÞEKKiNGARFRÆðiLEGAR TiLGÁTUR UM DULSPEKi