Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Blaðsíða 191
190
af Blavatskij, Henry Olcott og William Judge og varð fljótt afar áhrifamik-
ið.6 Blavatskij óf saman hugmyndir úr ýmsum heimspekistefnum og trúar-
brögðum (en austræn speki var fyrirferðarmikil í þessari fléttu) og reyndi að
byggja upp heildstætt andlegt heimspekikerfi er gæti veitt allsherjar innsýn í
dulda smíð alheimsins. Meðlimir Guðspekifélagsins trúðu – eins og algengt
var innan dulspekihreyfinga – á sannleika sem lægi ofar og utan við svið hins
tilfallandi, hins tíma- og einstaklingsbundna, og væri sameiginlegur öllu sköp-
unarverkinu, en að þessum kjarna mætti komast með kerfisbundinni beitingu
heilagrar þekkingar. Alex Owen hefur bent á að spírítisminn var alþýðuhreyf-
ing, þar sem lögð var áhersla á að allir gætu komist í samband við æðri svið.
Hreyfingar á borð við Guðspekifélagið lögðu aftur á móti ríkari áherslu á
innvígslu og markvisst nám í helgum fræðum. Byggt var upp flókið þekk-
ingarkerfi sem aðeins var á færi innvígðra að skilja, í þeim tilgangi að komast
nær hinum andlega sannleikskjarna.7 Þannig má segja að hreyfingar á borð
við Guðspekifélagið hafi gengið lengra en spíritisminn í að móta og vinna úr
þekkingu á kerfisbundinn hátt.
Með nútímavæðingunni urðu einnig stórfelldar breytingar á stöðu kvenna
innan samfélagsins. Í greininni varpar Bauduin ljósi á hugmyndir aldahvarf-
anna um færni kvenna til listsköpunar og kannar með hvaða hætti þær kunna
að hafa haft áhrif á sjálfsmynd og listsköpun af Klint. Samkvæmt ríkjandi hug-
myndum um „eiginleika“ kynjanna höfðu konur ekki þann neista snilligáfunn-
ar sem gerir frumsköpun mögulega og ætti því betur við þær að endurskapa
það sem þegar var til staðar í umhverfinu. Bauduin bendir á að hafi af Klint
tileinkað sér þessar hugmyndir (en ekki virðist ástæða til að ætla annað), hafi
það gert hana að sérstaklega hæfum rannsakanda á hinum dulda heimi, þar
sem hún gat lagt eigið sjálf til hliðar og unnið – í miðilsleiðslu – að verkum
sem stóðu utan og ofan við sjálf hennar. Konur höfðu oft mikil ítök í dul-
spekihreyfingum um aldamótin og bent hefur verið á að kvenréttindakonur og
súffragettur virðast hafa laðast sérstaklega að endurhelgunarhreyfingunum.8
Þetta má m.a. rekja til þess að miðilsfundi var hægt að ástunda innan veggja
heimilisins, sem auðveldaði konum aðgang að þeim, en einnig til fyrrnefnds
skilnings á konunni sem óvirkum viðtakanda og skrásetjara, sem gat einmitt
6 Um sögu nútímaguðspeki, sjá m.a. Joscelyn Godwin, The Theosophical Enlighten-
ment, Albany: State University of New York Press, 1994.
7 Alex Owen, The Place of Enchantment, bls. 22.
8 Sama rit, bls. 87. Um tengsl guðspeki og kvenréttindahreyfingarinnar, sjá einnig Joy
Dixon, Divine Feminine. Theosophy and Feminism in England, Baltimore og London:
Johns Hopkins University Press, 2001.
teSSel M. Bauduin