Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Side 192
191
gert þær konur sem tileinkuðu sér slíkan sjálfskilning að afbragðs miðlum.
Eins og Bauduin nefnir er erfitt að segja til um að hversu miklu leyti miðils-
starfsemi listakvenna var meðvitað herbragð í baráttunni fyrir eigin tilverurétti
og sama má líkast til segja um konur sem komust til metorða innan hreyfinga
eins og Guðspekifélagsins.
Listamenn upp úr aldamótunum 1900 voru bæði þátttakendur í stórfelld-
um breytingum á nær öllum sviðum tilverunnar sem og rannsakendur þess-
ara breytinga. Margir þeirra lögðust í tilraunavinnu við að þróa nýtt mynd-
mál er gæti gagnast til að lýsa þessum nýja heimi og leggja sitt af mörkum í
þekkingar leit nútímavæðingarinnar. Þessi viðleitni er meðal þess sem mynd-
ar grunninn að óhlutbundinni nútímalist í Evrópu. Þegar þróun evrópskrar
abstraktlistar er skoðuð má greina tvenns konar viðleitni eða drifkraft þar að
baki.9 Annars vegar hófu listamenn í síauknum mæli að líta á listaverkið sem
sjálfstætt sköpunarverk er ætti sér eigin tilvist, fremur en sem tákn þess sem
það sýndi. Samkvæmt því viðhorfi varð merking til innan málverksins sjálfs, í
krafti innbyrðis afstöðu forma og lita, og ekki þurfti að vísa í veruleikann utan
verksins. Hins vegar átti sér einnig stað önnur viðhorfsbreyting meðal lista-
manna á þessum tíma (og jafnvel nokkru fyrr), sem er nátengd ferli nútíma-
væðingarinnar og myndar grunninn að notkun af Klint og margra annarra
á óhlutbundnum formum. Þetta var viðleitnin til að beina sjónum frá hinu
sértæka og tilfallandi og reyna þess í stað að komast að hinum „sanna kjarna“
hlutanna. Samkvæmt þessu viðhorfi er málverkið ekki tákn fyrir þann hverf-
ula heim sem augað sér heldur leið til að öðlast dýpri þekkingu á því sem kalla
mætti hinn sanna, andlega heim. Hlutverk listamannsins er ekki að sýna það
sem hann sér (a.m.k. með hefðbundinni skynjun) heldur það sem er. Þannig
notuðust listamenn ekki við óhlutbundin form sem sjálfstæðar einingar án til-
vísana í ytri veruleika, heldur einmitt til að birta æðri veruleika sem var hafinn
yfir líkamsskynjun mannsins.
Í upphafi tuttugustu aldar komu fram margir listamenn sem áttu það sam-
eiginlegt með af Klint að nota óhlutbundin form til að lýsa dulspekilegri
heimssýn. Bauduin nefnir sérstaklega í þessu samhengi þá Vasilij Kandinskij,
Kazimir Malevitsj, František Kupka og Piet Mondrian, en þeir unnu allir úr
mismunandi dulspekikenningum með fjölbreyttum óhlutbundnum aðferð-
9 Sjá t.a.m. Anna Moszynska, Abstract Art, London: Thames and Hudson, 1990,
hér einkum bls. 7–43; Hal Foster, Rosalind Krauss, Yve-Alain Bois og Benjamin
H.D. Buchloch (ritstj.), Art Since 1900. Modernism, Antimodernism, Postmodernism,
London: Thames and Hudson, 2004, hér einkum bls. 119–124; Roger Lipsey, The
Spiritual in Twentieth-Century Art, New York: Dover, 1988.
Að SJÁ OG SÝNA Hið ÓSÝNiLEGA