Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Page 193
192
um. Bauduin sýnir þannig fram á að þótt umbylting á myndmáli á við þá sem
greina má hjá af Klint virðist koma eins og þruma úr heiðskíru lofti er hún í
raun eðlileg og rökleg afleiðing af aðstæðum og hugmyndastraumum í sam-
tíma listamannsins. Við upphaf tuttugustu aldar höfðu forsendur tilverunnar
gjörbreyst og jafnt vísindamenn, listamenn og dulspekingar leituðu að nýjum
leiðum til að skilja heiminn. Slíkar rannsóknir er ekki hægt að framkvæma
með úreltum verkfærum og því hófst af Klint og samferðafólk hennar handa
við að þróa nýtt myndmál er gæti opnað mannkyninu nýja og helga heima.
Eva Dagbjört Óladóttir
Að sjá og sýna hið ósýnilega
Eftir sænsku listakonuna Hilmu af Klint (1862–1944) liggur gífurlegt
æviverk sem samanstendur af yfir þúsund málverkum og teikningum og
hundruðum minnisbóka. Þegar hún lést vissu aðeins nánustu ættingjar
listakonunnar að hún hefði skapað svo viðamikið safn verka. Að auki var
í erfðaskrá af Klint mælt fyrir um að verk hennar skyldi ekki sýna opin-
berlega í a.m.k. tuttugu ár eftir andlát hennar. Nokkur málverkanna voru
ekki sýnd opinberlega fyrr en árið 1986, á sýningunni The Spiritual in Art
(Hið andlega í listinni) í Los Angeles og Haag. Verk af Klint áttu mjög vel
heima á þessari sýningu. Þeim hafði verið haldið utan við opinberan vett-
vang, listamaðurinn og hennar nánustu álitu þau heilög, þau voru ætluð
í musteri og máluð í miðilsástandi undir handleiðslu anda; þeir straumar
hins andlega sem finna má í verkum hennar, og voru innblástur fyrir þau,
voru þannig í takt við The Spiritual in Art.10 Um listakonuna var fjallað
sem meiriháttar uppgötvun og hún hlaut töluverða athygli þegar henni
var stillt upp við hlið mikilsmetinna brautryðjenda abstraktlistar eins og
Vasilijs Kandinskij (1866–1944), Františeks Kupka (1871–1957), Piets
Mondrian (1872–1944) og Kazimírs Malevitsj (1879–1935).
Í kjölfar þessarar tilkomumiklu kynningar hafa verk af Klint verið
sett upp á öðrum sýningum, þ.á m. stórum viðburðum sem jafnast á við
The Spiritual in Art að umfangi (og í metnaði), líkt og Okkultismus und
Avantgarde (Dulfræði og framúrstefna) í Frankfurt 1995 og Traces du Sacré
10 Maurice Tuchman og Judi Freeman (ritstj.), The Spiritual in Art. Abstract Painting
1890–1986, Los Angeles: Los Angeles County Museum, 1987.
teSSel M. Bauduin