Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Page 194
193
(Spor hins helga) í Centre Pompidou 2008.11 Markmiðið með þessum sýn-
ingum var að sýna fram á að hið andlega, hið helga, hið seiðmagnaða, hið
dulræna – merkimiðarnir eru fjölbreyttir en merkingin ávallt svipuð – hafi
gegnt bæði sérstæðu og mikilvægu hlutverki í nútímalist. Réttilega er bent
á þau áhrif sem endurhelgunarhreyfingar (e. reenchantment movements)
nútímans höfðu á móderníska list og framúrstefnulist í Evrópu. Aftur á
móti hefur aðeins lítill hluti af æviverki af Klint enn sést opinberlega.
Stærri og litríkari verk hennar hafa undantekningarlaust orðið fyrir valinu
fyrir sýningar á borð við The Spiritual in Art. Smærri, svæðisbundnar sýn-
ingar hafa aðeins laðað að betri borgara úr listheiminum og jafnvel á þeim
hafa aðeins valin verk úr þessu gríðarstóra, illmeðfærilega og óaðgengilega
æviverki verið til sýnis.12
Nýleg yfirlitssýning, Hilma af Klint. An Abstract Pioneer (Hilma af
Klint. Brautryðjandi abstraktlistar), sem Moderna Museet í Stokkhólmi
setti upp og var síðar sett upp víðsvegar um Evrópu, kveikti nýjan og víð-
tækari áhuga á listamanninum og verkum hennar, en nokkur verkanna
voru einnig send á Feneyjatvíæringinn.13 An Abstract Pioneer mætti flokka
með öðrum sýningum í anda The Spiritual in Art, sem er afar lífseigur
tískustraumur, en nýleg dæmi um slíkar sýningar (2015) eru Künstler und
Propheten. Eine geheime Geschichte der Moderne 1872–1972 (Listamenn og
11 Veit Loers (ritstj.), Okkultismus und Avantgarde. Von Munch bis Mondrian, 1900–
1915, Frankfurt: Schirn Kunsthalle, 1995; Angela Lampe og Jean de Loisy (ritstj.),
Traces du Sacré, París: Centre Pompidou, 2008. Sjá einnig Joëlle Pijaudier-Cabot og
Serge Faucherau (ritstj.), L’Europe des esprits ou la fascination de l’occulte, 1750–1950,
Strasbourg: Musée d’art moderne et contemporain, 2011. Verk af Klint voru ekki
sett upp á eftirfarandi sýningu en tekið var á því viðfangsefni sem hér er til umræðu:
Christoph Wagner (ritstj.), Das Bauhaus und die Esoterik. Johannes Itten, Paul Klee,
Wassily Kandinsky, Hamm: Gustav-Lübcke-Museum, 2005.
12 John Hutchinson (ritstj.), Hilma af Klint, Dublin: Douglas Hyde Gallery, 2005;
Sally O’Reilly, Hilma af Klint. An Atom in the Universe, Camden: Camden Arts
Centre, 2006.
13 iris Müller-Westerman og Jo Widoff (ritstj.), Hilma af Klint. A Pioneer of Ab-
s traction. Stokkhólmur: Moderna Museet, 2013; Michael Juul Holm og Tine Col-
strup (ritstj.), Hilma af Klint. Abstrakt Pioneer, Humlebæk: Louisiana Museum of
Modern Art, 2014; Daniel Birnbaum og Ann-Sofi Noring (ritstj.), The Legacy of
Hilma af Klint. Nine Contemporary Responses, London: Koening Books, 2013. Rétt
er að halda því til haga að það var Åke Fant, einn af fyrstu fræðimönnunum til að
rannsaka verk af Klint, sem fyrst titlaði hana formlega, árið 1989, brautryðjanda
abstraktlistar. Hann hafði þó einnig ýjað að því í The Spiritual in Art, sjá Åke Fant,
Hilma af Klint. Ockult målerinna och abstrakt pionjår, Stokkhólmur: Raster Förlag,
1989; Åke Fant, „The Case of the Artist Hilma af Klint“, The Spiritual in Art, bls.
155–163.
Að SJÁ OG SÝNA Hið ÓSÝNiLEGA