Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Qupperneq 195
194
spámenn. Launsaga nútímalistar 1872–1972 ) í Schirn Kunsthalle safn-
inu og Ænigma. One Hundred Years of Anthroposophical Art (Ráðgátan.
Mannspekilist í hundrað ár) í Olomouc Museum of Modern Art.14 Í til-
efni af hundrað ára ártíð ýmissa framúrstefnuhreyfinga er nú mikið um
endurlit yfir nútímalist og upprunasögur hennar og hér má greina annan
tískustraum í sýningastjórnun sem birtist í sýningum á borð við Inventing
Abstraction (Uppgötvun hins óhlutbundna) 2012 í MoMA safninu í New
York.15 Samhliða þessu má sjá viðleitni til að beina kastljósinu að frumleg-
um kvenkyns nútímalistamönnum eins og Soniu Delaunay (Tate Modern,
2015).16 Segja mætti að allir þessir tískustraumar skarist í tilraunum til að
skoða hinn dulspekisinnaða kvenkyns nútímalistamann, en færa má rök
fyrir staðsetningu hennar „í dögun“ óhlutbundinnar listar eða nútíma-
listar almennt. Þar má ekki aðeins finna Hilmu af Klint, heldur einnig
Georgiönu Houghton (1814–1884), miðilslistakonu frá Viktoríutímanum,
en verk hennar voru nýlega sýnd í Courtauld í London (2016).17
Í fjölmiðlaumfjöllun um Houghton-sýninguna var undirstrikað að hún
hefði í raun skapað óhlutbundna list áður en hugtakið sjálft varð viðtekið –
„Því má halda fram að Houghton sé allra fyrsti listamaðurinn til að skapa
óhlutbundna list“18 – en þessu svipar náið til hliðstæðra staðhæfinga um
af Klint. Þótt oft hafi verið bent á að af Klint skapaði sín fyrstu fyllilega
14 Max Hollein og Pamela Kort (ritstj.), Künstler und Propheten. Eine geheime Geschichte
der Moderne 1872–1972, Frankfurt am Main: Schirn Kunsthalle, 2015; Reinhold
Fäth, David Voda og Andreas Albert (ritstj.), Ænigma. One Hundred Years of An-
throposophical Art, Olomouc: Olomouc Museum of Modern Art, 2015. Hér er
einnig vert að minnast á sýninguna Kunst und Alchemie (List og gullgerðarlist) í
Museum Kunstpalast árið 2014 en hún spannaði fimm aldir og fjallaði að miklu
leyti um nútíma- og samtímalist. Dedo von Kerssenbrock-Krosigk, Beat Wismer
og Sven Dupré (ritstj.), Art and Alchemy. The Mystery of Transformation, Düsseldorf:
Museum Kunstpalast, 2014.
15 Leah Dickerman (ritstj.), Inventing Abstraction, 1910–1925, New York: Museum of
Modern Art, 2012.
16 Adeline Souverain (ritstj.), Sonia Delaunay, London: Tate Modern, 2014.
17 Sjá „Georgiana Houghton. Spirit Drawings. Summer Showcase 16 June – 11 Sep-
tember 2016“, vefsíða The Courtauld Gallery, sótt 22. desember 2016 af http://
courtauld.ac.uk/gallery/what-on/exhibitions-displays/georgiana-houghton-spirit-
drawings. Sjá einnig tímamótaumfjöllun um listakonuna í Rachel Oberter, „Eso-
teric Art Confronting the Public Eye. The Abstract Spirit Drawings of Georgiana
Houghton“, Victorian Studies 2/2006, bls. 221–232 .
18 Sjá t.d. Jonathan Jones, „Georgiana Houghton. Spirit Drawings Review – Awe-
inspiring Visions of a Victorian Medium“, The Guardian. Art & Design, 15. júní
2016, sótt 7. desember 2016 af https://www.theguardian.com/artanddesign/2016/
jun/15/georgiana-houghton-spirit-drawings-review-courtauld.
teSSel M. Bauduin