Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Page 196
195
óhlutbundnu verk einhverjum árum áður en Kandinskij vann óhlutbundn-
ar vatnslitamyndir sínar,19 á enn eftir að sýna fram á hvaða ályktanir megi
draga af þessu. Raphael Rosenberg hefur þegar sýnt fram á að upphaf
óhlutbundinnar listmálunar má tímasetja fyrir daga Kandinskijs og að hún
á sér langa sögu í Evrópu á nítjándu öld og jafnvel fyrr á öldum.20 Einnig
má segja að þótt formin í mörgum af andlegum málverkum af Klint líti
ef til vill, frá sjónarhorni samtíma okkar, út fyrir að vera óhlutbundin,
sé vafamál hvort þar með sé hægt að telja þau óhlutbundin samkvæmt
klassískri formfræði að hætti Greenbergs, þ.e. að þau séu skilyrðislaust
fagurfræðilega sjálfstæð.21 Eins og sýningarstjóri An Abstract Pioneer, iris
Müller-Westermann, bendir einmitt á, nýtir af Klint í verkum sínum „ekki
fullkomlega óhlutbundna liti og form þeirra sjálfra vegna; þau eru öllu
heldur tilraunir til að veita hinu ósýnilega lögun og gera það sýnilegt.“22
Því mætti halda fram að af Klint hafi málað form sem voru ósýnileg innan
hversdagsveruleikans, þ.e. þótt þau hafi ekki verið eftirmyndir í hefðbund-
inni merkingu hafi þau átt sér tilvist á einhverju öðru, andlegu sviði. Á
líkum nótum hefur Rosenberg fært rök fyrir því að andleg verk af Klint
tilheyri sérstökum flokki mynda sem hann hefur nefnt „hermilausar“ [e.
amimetic]: myndir sem sýna ósýnilega hluti eða „myndir sem sýna eitt-
hvað sem ekki er sýnilegt sem slíkt.“23 Slíkar myndir sýna eitthvað þótt
þær séu ekki eftirmyndir í hefðbundnum skilningi. Þær líkja ekki eftir því
sem vanalega sést, en engu að síður sýna þær hluti sem eru til eða hafa
verið til samkvæmt trúarlegum eða dulspekilegum kennisetningum og er
þar af leiðandi hægt að sýna á hlutbundinn hátt: hið ólýsanlega, hið yfir-
19 Gagnrýnendur njóta þess að benda á þessa „staðreynd“, sjá m.a. Julia Voss, „Die
Thronstürmerin“, Frankfurter Allgemeine. Feuilleton, 16. apríl 2011, sótt 23. mars
2017 af http://www.faz.net/-gsa-yvyw.
20 Raphael Rosenberg og Max Hollein (ritstj.), Turner, Hugo, Moreau. Entdeckung der
Abstraktion, Frankfurt am Main: Schirn Kunsthalle, 2007. Sjá gagnrýna umfjöllun,
þar sem slegnir eru ákveðnir fyrirvarar, í Leah Dickerman, „inventing Abstraction“,
Inventing Abstraction, bls. 12–37.
21 Einnig má hér ræða um málverk sem „sýna [ekki] hluti í hinum raunverulega eða
ímyndaða heimi“. Leah Dickerman, „inventing Abstraction“, bls. 14.
22 iris Müller-Westermann, „Paintings for the Future“, Hilma af Klint, ritstj. iris
Müller-Westermann og Jo Widoff, bls. 33–35 og 145.
23 Raphael Rosenberg, „Was There a First Abstract Painter? Af Klint’s Amimetic
images and Kandinsky’s Abstract Art“, Hilma af Klint. The Art of Seeing the Invisible,
ritstj. Kurt Almqvist og Louise Belfrage, Stokkhólmur: Axel and Margaret Axson
Johnson Foundation, 2015, bls. 87–100, hér bls. 91–92. Í stað þess að birta hér
myndir vil ég benda lesandanum á að skoða úrval verka hennar í miklum gæðum á
vefsíðu Louisiana-safnsins: http://hilmaafklint.louisiana.dk/.
Að SJÁ OG SÝNA Hið ÓSÝNiLEGA