Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Qupperneq 197
196
skilvitlega eða hið frumlæga, t.d. frum-efni heimsins [e. the primal Hyle]
eða aðskilnað ljóss og myrkurs. Í vestrænni dulspekilist er löng söguleg
hefð fyrir slíkum myndum.24
Það er hæpið að af Klint geti talist fyrsti dulspekisinnaði listamaðurinn
til að sýna hið ósýnilega. Hún var ekki heldur fyrsti eða eini móderníski
listamaðurinn sem fjallaði, í listsköpun sinni, um hið ósýnilega. Fútúristinn
Umberto Boccioni hafði þegar sagt að „það sem [þyrfti] að mála [væri]
ekki hið sýnilega heldur það sem áður var talið ósýnilegt, þ.e. það sem
hinn dulskyggni sér“.25 Þetta má skilja þannig að „hinn dulskyggni“ eigi
bæði við um miðilinn og nútímalistamanninn, sem á svipaðan hátt var
álitinn sjáandi.26 Margir listamenn um aldamótin og fram eftir tuttugustu
öld litu á listamanninn sem dulskyggnan, sem spámann eða sjáanda er
byggi að æðri, gleggri eða ofurnæmri skynjun sem væri móttækileg fyrir
hinu ósýnilega í hinu sýnilega og samvirkni efnis og anda. Af Klint átti ef
til vill ekki í samskiptum við hina miklu frumkvöðla nútímalistar í sam-
tíma sínum, en hún fylgdist – eins og verður fjallað um síðar – sannarlega
vel með dulfræðilegum orðræðum samtímans og innan þeirra var bæði
skynjan leika hins ósýnilega (til dæmis hugmyndum um svokölluð astral-
form) og leiðtogahlutverki listamannsins sem sjáanda hampað.
Hér mun ég beina sjónum að tveimur tengdum þáttum í andlegum
verkum af Klint, með sínum óhlutbundnu formum. Ég mun ræða það
miðilsástand sem hún komst í en eins og ég mun sýna fram á gæti það
24 Sjá safnrit á borð við Alexander Roob, The Hermetic Museum. Alchemy & Mysticism,
London: Taschen, 2014 [1997].
25 Linda D. Henderson, „Vibratory Modernism. Boccioni, Kupka and the Ether of
Space“, From Energy to Information. Representation in Science and Technology, Art
and Literature, ritstj. Bruce Clarke og Linda D. Henderson, Stanford: Stanford
University Press, 2002, bls. 126–149, hér bls. 128. Sjá einnig Tessel M. Bauduin,
„Science, Occultism, and the Art of the Avant-Garde in the Early Twentieth Cen-
tury“, Journal of Religion in Europe 1/2012, bls. 23–55, hér bls. 30 og 38–42.
26 Katharina Harlow Tighe, „Die Schriften von Umberto Boccioni. Schlüssel zum
Verständnis der Beziehung zwischen italienischem Futurismus und Okkultismus“,
Okkultismus und Avantgarde, bls. 469–476, hér bls. 472–473. Nánari umfjöllun um
listamanninn sem ofurnæman snilling (einnig hugmyndina um taugaveiklun og
ofurnæmni sem hluta af því fágunarferli að þróa með sér æðri skynjun á borð við
hina „fullkomnu óreiðu skilningarvitanna“ sem symbólíska skáldið Arthur Rimbaud
kallaði eftir í „Lettres du voyant“ (Bréf frá sjáanda, 1871)) má finna í sígildri
rannsókn Gwendolyn Bays, The Orphic Vision. Seer Poets from Novalis to Rimbaud,
Lincoln: University of Nebraska Press, 1968, bls. 69 og áfram. Sjá einnig Dariusz
Gafijczuk, Identity, Aesthetics, and Sound in the Fin de Siècle. Redesigning Perception,
New York: Routledge, 2014, bls. 84–85.
teSSel M. Bauduin