Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Side 198
197
tengst hinum nýja (óhlutbundna) stíl sem hún hóf skyndilega að mála í og
greindi sig afdráttarlaust frá fyrri (hlutbundnum) verkum hennar. Með því
að rannsaka miðilsástand hennar má einnig kanna notkun hennar á óhlut-
bundnum formum út frá öðru sjónarhorni, en eins og ég mun sýna fram á
bendir margt til þess að hún hafi sjálf litið á sig sem miðil sem sá eða voru
sýnd andleg og óefnisbundin – þ.e.a.s. annars ósýnileg – form sem hægt var
að sýna, þótt það yrði ekki endilega gert á hlutbundinn hátt. Um leið og ég
beini sjónum að miðilsástandinu mun ég einnig nálgast viðfangsefnið kyn-
gervi, sem er síendurtekið stef í umræðum um þennan listamann. Ég mun
ekki glíma við þá spurningu hvort kyn hennar hafi orðið til þess að hún
hafi verið „vanrækt“ eða „hunsuð“ í hefðarveldi listasögunnar, en þó er
rétt að halda því til haga að þetta má að hluta til rekja til þess að hún kaus
að halda hinum andlegu verkum út af fyrir sig, sem leiddi til þess að fá eða
engin þeirra eru í umferð á listmarkaðnum eða í safneign stóru safnanna.
Ég mun fjalla um hvernig listgreinar voru kynjaðar samkvæmt viðteknum
venjum í samfélaginu meðan á menntun af Klint og málaraferli stóð, en
hlutbundnar greinar, og ekki síst þær greinar sem fólu í sér sköpun eftir-
mynda (kyrralífsmyndir, landslagsmyndir, portrettmyndir), þóttu henta
hinu kvenlega geðslagi en frumsköpun hinu karllega. Í þessu samhengi
kann það að virðast töluvert róttækt að af Klint skyldi snúa sér að því sem
virðist vera óhlutbundin list, en ég hyggst kanna hvort sú hafi verið raun-
in.27 Ég vonast til að yfirstíga ríkjandi túlkanir á af Klint, þar sem gagnrýn-
endur virðast oft skiptast í fylkingar sem meta hana ýmist sem gleymdan,
vanræktan og jaðraðan eða útskúfaðan „brautryðjanda abstraktlistar“; sem
listamann í meðallagi sem ekki er hægt að taka alvarlega sökum spíritískra
hindurvitna, eða sem dulhyggjusinnaðan málara er fékkst við spádóma og
27 Um ævina fyllti listakonan margar minnisbækur, en ennþá hefur aðeins ein þeirra
verið gefin út í heild á ljósprenti. Þótt finna megi þýdda útdrætti annarsstaðar eru
aðrar minnisbækur ekki aðgengilegar í heild. Alls virðast um 14.000 blaðsíður
af glósum og skissum vera til og því neyðist ég til að reiða mig á val annarra á
dæmigerðum textum til þýðingar, enda get ég ekki þóst hafa heildarinnsýn í hugs-
anir af Klint. Sjá Hilma af Klint, Blumen, Moosen, und Flechten [Minnisbók nr. 588],
ljósprent af handriti sem er afrit frumrits í Goetheanum-skjalasafninu í Dornach,
1919–1920; Daniel Birnbaum og Ann-Sofi Noring (ritstj.), The Legacy of Hilma af
Klint, án blaðsíðutals (80 tölusettar síður í frumriti) og Daniel Birnbaum, „Universal
Pictures. The Art of Hilma af Klint“, Artforum 1/2013, bls. 180–187, hér bls. 185.
Vandað úrval af þýddum útdráttum má finna í Gurli Lindén, „Excerpts from Notes
by Hilma af Klint“, ritstj. John Hutchinson, Hilma af Klint, bls. 41–42 og 64–65.
Gurli Lindén hefur einnig unnið að útgáfu úr minnisbókum af Klint á sænsku, sjá
Vägen till templet. Hilma af Klint. Förberedelsetiden 1896-1906, Hölö: Umeå, 1996.
Að SJÁ OG SÝNA Hið ÓSÝNiLEGA