Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Síða 199
198
sýnir, og afhjúpaði í list sinni „dulinn sannleika“ sem mannkynið þarf (að
því er virðist) sárlega á að halda.28
Af Klint: Menntun og upphaf ferilsins
Hilma af Klint hlaut hefðbundna málaramenntun, en hún sótti tíma í
málun portrettmynda við Tækniskólann í Stokkhólmi (1880) og var svo við
Konunglegu listaakademíuna í Stokkhólmi (1882–1887). Hún útskrifaðist
með ágætiseinkunn og Akademían útvegaði henni vinnustofu í listrænni
miðstöð Stokkhólms ásamt tveimur öðrum (kvenkyns) listamönnum, þar
sem hún starfaði til ársins 1908. Af Klint lifði á listinni og einbeitti sér fyrst
og fremst að landslags- og portrettmyndum sem margar voru málaðar eftir
pöntun. Ekki er víst að hún hafi sjálf kosið að sérhæfa sig í þessum grein-
um en samkvæmt viðhorfum þessa tíma voru konur ekki færar um að skapa
og það þótti – ef út í það er farið – ekki heldur viðeigandi. Virk sköpun,
sem útheimti ákveðna snilligáfu, var eignuð karlkyns listamönnum; konur
töldust aðeins færar um að endurskapa. Þær greinar sem þóttu henta kven-
kyns listamönnum voru því þær sem útheimtu könnun og endursköpun
forma sem þegar voru til, líkt og portrettmyndir, kyrralífsmyndir, lands-
lagsmyndir og svipaðar undirgreinar, en einnig t.d. myndlýsingar fyrir
grasafræði og sambærileg verk sem byggðu á náttúrunni.29 Allar þessar
greinar var hægt að stunda innan heimilisins.30 Ekkert bendir til þess að
28 Sjá t.d. Eeva Siltavuori, „The Secret Pictures of Hilma af Klint“, Scandinavian
Review 4/1989, bls. 34–37. Með vefleit að gagnrýni og umfjöllun um sýningar á
verkum af Klint má finna fjölda slíkra (og vitaskuld annarra) túlkana.
29 Konunglega listaakademían í Stokkhólmi var ein sú fyrsta í Evrópu til að veita
konum inngöngu. Líkt og í öðrum akademíum á þessum tíma og síðar, voru kon-
ur þjálfaðar í málun kyrralífsmynda og skyldum greinum, en einnig í handverki.
Módelteiknun með nöktum fyrirsætum var erfið viðureignar þar sem hún taldist til
grunnfærni sem allir verðandi (karlkyns) listamenn yrðu að tileinka sér, en hún var
yfirleitt bönnuð konum eða þeim á annan hátt gert erfitt fyrir að stunda hana. Sjá
Rachel Oberter, „Esoteric Art“, bls. 223. Sjá einnig almennt yfirlit um þróunina í
Evrópu á þessum tíma í „Training and Professionalism, 19th and 20th centuries“,
Concise Dictionary of Women Artists, ritstj. Delia Gaze, New York: Routledge, 2001,
bls. 67–121. Lykilgrein um þetta efni er Linda Nochlin, „Why Have There Been
No Great Women Artists?“, Woman in Sexist Society. Studies in Power and Powerless-
ness, ritstj. Vivian Gornick og Barbara Moran, New York: Basic, 1971 (einnig birt í
ARTNews 1971, sótt 20. desember 2016 af http://www.artnews.com/2015/05/30/
why-have-there-been-no-great-women-artists).
30 Konum var þannig einnig gefið færi á að sjá fjölskyldum sínum farborða án þess að
valda usla á listmarkaðnum, sjá Anna Maria Svensson, „The Greatness of Things.
teSSel M. Bauduin