Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Qupperneq 200
199
af Klint hafi veitt slíkum viðmiðum mótspyrnu. Á síðasta áratug nítjándu
aldar vann hún margar nákvæmar myndlýsingar af plöntum og blómum,
oft án titils, og vegna augljósrar athyglisgáfu hennar bauðst henni staða
sem teiknari við Dýralæknaskólann í Stokkhólmi (1900–1901).31 Þau verk
sem hún vann sem sjálfstæður listamaður voru í hefðbundum natúralískum
stíl – „haglega unnin og ekki laus við fagurfræðilegt gildi en [skorti] pers-
ónulegan stíl“ eins og einn fræðimaður komst að orði32 – og hún valdi
sér oft landslag úr sænsku sveitinni sem viðfangsefni og sýndi og seldi
verkin.33 Af Klint hefur án efa haft aðgang að verkum Edvards Munch
(1863–1944) og vegna menntunar sinnar í akademíunni og tengsla við
samfélag listamanna í Stokkhólmi, hefur hún haft tækifæri til að kynna sér
nýjungar í samtímalist.34 Hún hélt sig engu að síður við hefðbundið litaval
og handbragð.
1905–1915: Musterismálverkin
Þau verk sem nú eru jafnan lögð til grundvallar túlkunum á af Klint sem
brautryðjanda abstraktlistar og/eða andlegum spámanni voru máluð á
árunum 1905 til 1915.35 Veigamest þeirra er stórt safn verka, þekkt sem
Musterismálverkin, en þau voru máluð í tveimur hlutum á árunum 1905–
1908 og 1912–1915. Andlegur grunnur þeirra var þó lagður mörgum árum
áður og samanstendur af bæði spíritisma og guðspeki. Af Klint hafði tekið
þátt í spíritískum miðilsfundum frá því seint á áttunda áratug nítjándu ald-
ar.36 Sem nútímadulfræðihreyfing er spíritismi almennt talinn eiga upp-
tök sín í hinum svokölluðu „Hydesville-höggum“ [e. Hydesville rappings] í
The Art of Hilma af Klint“, Hilma af Klint, ritstj. John Hutchinson, bls. 12–30,
hér bls. 14.
31 Gustaf af Klint, „Hilma af Klint. A Short Memoir“, Hilma af Klint, ritstj. John
Hutchinson, bls. 6–9, hér bls. 6; iris Müller-Westermann, „Paintings for the
Future“, bls. 37.
32 Anna Maria Bernitz, „Hilma af Klint and the New Art of Seeing“, A Cultural His-
tory of the Avant-Garde in the Nordic Countries 1900–1925, ritstj. Hubert van den
Berg o.fl., Amsterdam: Rodopi, 2013, bls. 587–597, hér bls. 589.
33 Sjá t.d. Spring Landscape – Scene from the Bay of Lomma (1892) í David Carrier,
„Hilma af Klint and the Spiritual in an Artist“, Art Critical, 9. september 2015, sótt
23. mars 2017 af http://www.artcritical.com/2015/09/09/david-carrier-on-hilma-
af-klint/.
34 Müller-Westermann, „Paintings for the Future“, bls. 37–38.
35 Kurt Almqvist og Louise Belfrage, „Hilma af Klint in Historical Context“, Hilma
af Klint, ritstj. Almqvist og Belfrage, bls. 7–11, hér bls. 7.
36 iris Müller-Westermann, „Paintings for the Future“, bls. 38.
Að SJÁ OG SÝNA Hið ÓSÝNiLEGA