Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Qupperneq 201
200
Bandaríkjunum árið 1848 en hann sprettur þó að verulegu leyti úr jarðvegi
vestrænna dulspekistrauma á átjándu öld svo sem mesmerisma og sweden-
borgisma.37 Á síðari hluta nítjándu aldar náði hann fótfestu á meginlandi
Evrópu, á Stóra Bretlandi, í Bandaríkjunum og í evrópskum nýlendum.38
Sem hreyfing með trúarlegum undirtónum rann spíritisminn inn í megin-
straumsmenningu í margvíslegum myndum, allt frá stórum viðburðum á
opinberum vettvangi til smærri, persónulegra miðilsfunda í heimahúsum
þar sem reynt var að ná sambandi við látna ástvini. Vísindamenn sem
rannsökuðu dulræn fyrirbrigði mótuðu fræðasviðið sálarrannsóknir þar
sem m.a. var fengist við dulsálarfræði [e. parapsychology]. Sálarrannsóknir
urðu til þess að spíritisma var veitt meiri athygli jafnvel þótt það mark-
mið þeirra að finna vísindalegar sannanir fyrir andlegum eða sálrænum
fyrirbrigðum hafi oft rekist á átrúnað, trúarleg og félagsleg markmið og
aðferðir spíritista.39
Nokkuð var í tísku að heldri konur – líkt og af Klint sem var komin af
embættismönnum í sjóhernum – tækju þátt í miðilsfundum, þó ekki væri
nema vegna hins félagslega ávinnings sem gat fylgt slíku. Af Klint tók þá
aftur á móti mjög alvarlega. Árið 1896 stofnaði hún ásamt fjórum öðrum,
37 Sjá Adam Crabtree, From Mesmer to Freud. Magnetic Sleep and the Roots of Psycho-
logical Healing, New Haven: Yale University Press, 1993, bls. 3–72; Bertrand
Méheust, „Animal Magnetism / Mesmerism“, Dictionary of Gnosis and Western
Esotericism, ritstj. Wouter J. Hanegraaff, Antoine Faivre, Roelof van den Broek og
Jean-Pierre Brach, 2. bindi, Leiden: Brill, 2005, bls. 75–82; Jean-François Mayer,
„Swedenborgian Traditions“, Dictionary of Gnosis and Western Esotericism, 2. bindi,
bls. 1105–1110 og John W. Monroe, Laboratories of Faith. Mesmerism, Spiritism,
and Occultism in France, ithaca og London: Cornell University Press, 2008, hér
einkum bls. 64–69. Um endurlífgun mesmerisma í alþýðumenningu í Vestur-
Evrópu á síðari hluta nítjándu aldar, sjá Hilary Grimes, „Power in Flux. Mesmer-
ism, Mesmeric Manuals and Du Maurier’s Trilby“, Gothic Studies 2/2008, bls. 67–83
og Maria M. Tatar, Spellbound. Studies on Mesmerism and Literature, Princeton:
Princeton University Press, 2015 [1978].
38 Sjá Janet Oppenheim, The Other World. Spiritualism and Psychical Research in Eng-
land, 1850–1914, Cambridge: Cambridge University Press, 1985; Alex Owen, The
Darkened Room. Women, Power and Spiritualism in Late Victorian England, Chicago:
Chicago University Press, 1989 og Ann Braude, Radical Spirits. Spiritualism and
Women’s Rights in Nineteenth Century America, Boston: Beacon Press, 1989.
39 Sjá Sofie Lachapelle, Investigating the Supernatural. From Spiritism and Occultism to
Psychical Research and Metaphysics in France, 1853–1931, Baltimore: Johns Hopkins
University Press, 2011; Corinna Treitel, A Science for the Soul. Occultism and the
Genesis of the German Modern, Baltimore: Johns Hopkins University Press, 2004 og
Alex Owen, The Place of Enchantment. British Occultism and the Culture of the Modern,
Chicago: University of Chicago Press, 2004.
teSSel M. Bauduin