Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Síða 203
202
templet] sem áttu eftir að verða eina verkefni listamannsins fram til 1915
og hafa varanleg áhrif á líf hennar, feril og æviverk: „Amaliel bauð mér
verkefni og ég samþykkti undir eins. Þetta var hið eina stóra afrek ævi
minnar.“46 Af Klint gekk í verkið af ástríðu; frá nóvember 1906 þar til í
apríl 1908 málaði hún 111 verk og vann allan tímann í miðilsleiðslu, sem
hún lýsti þannig að hún væri í sjálfsgleymisástandi og tæki á móti mynd-
unum. Af Klint málaði beint á strigann án þess að skissa fyrst og hafði
skömmu síðar lokið drjúgum hluta þessa verkefnis sem hún kallaði einnig
„Verkið“.47 Fullklárað samanstóð það af 193 málverkum og teikningum í
sextán flokkum, en fjóra þeirra má telja til undirbúningsvinnu.48 Málverkin
eru ekki merkt með nafni af Klint en þau eru vandlega merkt með dagsetn-
ingum sem tengjast dagbókarfærslum og staðsetning innan seríu er gefin
til kynna með tölusetningu, en seríurnar sjálfar eru einnig tölusettar í röð.
Af Klint hafði aldrei áður unnið seríur og Musterismálverkin stinga í stúf
þar sem þau samanstanda alfarið af seríum. Þegar horft er til fyrri verka
hennar stingur einnig í stúf róttæk breyting á stíl; hún leitaði fyrst í lífræn
óhlutbundin form, en eftir 1912 felldi hún í síauknum mæli óhlutbundin
rúmfræðileg form inn í verkin og skipti að lokum alveg yfir í þau. Vert
er að taka fram að hið óhlutbundna, hvort heldur það var af lífrænum
eða óhlutbundnum toga, var – eins og Catherine de Zegher hefur einnig
bent á – augljóslega ekki formstefna í augum af Klint heldur leið til að
móta yfirskilvitlegar hugmyndir og ímyndir.49 Af Klint kannaði dulræn
svið eins og astralsviðið [e. the astral plane] og ljósvakasviðið [e. etheric
plane]. Ef því er tekið fyrirvaralaust var hún, eins og Tine Colstrup hefur
bent á, brautryðjandi í könnun og kortlagningu þessara sviða, sem rann-
sakaði gaumgæfilega allar hliðar hins yfir-efnislega og skráði og kortlagði
kerfis bundið hvert skref á (andlegri) vegferð sinni.50 Hún var kunnug þeim
kortum og skýringarmyndum sem könnuðir og ferðalangar á sjó nýttu
46 Hér vitnað eftir Gertrud Sandqvist, „The Great Affirmation“, Hilma af Klint, ritstj.
Almqvist og Belfrage, bls. 255–270, hér bls. 255.
47 G. af Klint, „Hilma af Klint“, bls. 7.
48 Sbr. Åke Fant, „The Case of the Artist Hilma af Klint“, bls. 157. Mismun á undir-
búnings- og aðalseríum er hér ekki alltaf haldið til haga, heldur er fremur leitast
við að varpa ljósi á samræmi og heildarsmíð allra Musterismálverkanna.
49 Catharine de Zegher, „Abstract“, 3 x Abstraction. New Methods of Drawing by Emma
Kunz, Hilma af Klint, and Agnes Martin, ritstj. Catharine de Zegher, New York:
The Drawing Center, 2005, bls. 22–37, hér bls. 22.
50 Tine Colstrup, „What you see is not all you get. Om ånd og abstraction“, Hilma
af Klint, ritstj. Holm og Colstrup, bls. 47–55, hér bls. 48.
teSSel M. Bauduin