Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Síða 204
203
Að SJÁ OG SÝNA Hið ÓSÝNiLEGA
og ætla má að henni hafi virst ofureðlilegt að nota óhlutbundin og rúm-
fræðileg tákn til að skrá sértæk skilaboð og merkingu þeirra. Af Klint sótt-
ist eftir að sýna uppbyggingu alheimsins og hið óhlutbundna nýttist henni
vel í þeim tilgangi, en það var ekki markmið í sjálfu sér.
Andleg og dulfræðileg heimssýn af Klint mótaðist, auk spíritisma, af
annarri áberandi dulspekihreyfingu, Guðspekifélaginu, en af Klint tilheyrði
hinni sænsku deild þess.51 Leiðtogar Guðspekifélagsins vildu greina sig frá
spíritismanum og lögðu áherslu á að hugmyndir þeirra ættu rætur sínar
annars vegar í ævafornum vestrænum og austrænum þekkingarhefðum
en hins vegar í alvarlegum samtímarannsóknum byggðum á skynsemis-
hyggju er ættu skylt við vísindalegar uppgötvanir. Þannig rötuðu fjölbreytt
hugtök úr vísindalegri orðræðu, t.d. óevklíðsk rúmfræði og n-vídd, þróun,
rafsegulmagn, bylgju- og eindafræði, atómið, mannkynbótafræði, lífhyggja,
dulvitund í skilningi Freuds og (indó-evrópsk) samanburðarmálfræði, inn
í orðræðu guðspekinnar og þaðan inn í aðra strauma dulfræðinnar, þótt
það væri oft í nokkuð aðlagaðri mynd og í breyttum tilgangi.52 Af Klint óf
51 Guðspekifélagið var upphaflega stofnað í New York en undirreglum var fljótlega
komið á fót í öðrum heimshlutum, þar með talið sænskri reglu árið 1889. Af Klint
gekk í regluna skömmu síðar og kom ef til vill einu sinni til álita sem formaður.
Olcott, meðstofnandi Guðspekifélagsins, heimsótti Svíþjóð og Guðspekifélagið í
Stokkhólmi árið 1891 og árið 1900 og Annie Besant (1847–1933), annar leiðtogi
annarrar kynslóðarinnar, árin 1894, 1898, 1904 og 1907, en fullvíst er að af Klint
var viðstödd þann fyrirlestur. Sjá Anna Maria Bernitz, „Hilma af Klint and the
New Art of Seeing“, bls. 588. Dulspekirit (og annarskonar) bækur í eigu af Klint
eru taldar upp í Åke Fant, „The Case of the Artist Hilma af Klint“, bls. 156 og
163. Af Klint var skráð meðlimur í Adyar-félaginu (sem voru höfuðstöðvar Guð-
spekifélagsins á indlandi) 23. maí 1904. Massimo introvigne, „Theosophy and the
Visual Arts. The Nordic Connection“ (fyrirlestur á ráðstefnu, 2014, sótt 24. mars
2017 af http://www.cesnur.org/2014/Nordic%20Theosophy%20and%20the%20
Arts%20London.pdf, bls. 30). Undir forystu Besant, ásamt Charles Leadbeater,
jukust vinsældir Guðspekifélagsins og það stækkaði áhrifasvið sitt en breytti einnig
nokkuð um stefnu samanborið við Guðspekifélagið eins og það var undir forystu
Blavatskij, Olcotts og annarra. Þannig má greina á milli Guðspekifélagsins undir
forystu hinna síðarnefndu – fyrstu kynslóðarinnar – og félagsins undir forystu ann-
arrar kynslóðarinnar, þ.e. Besant og Leadbeaters. Sjá Catherine Wessinger, „The
Second Generation Leaders of the Theosophical Organisation (Adyar)“, Handbook
of the Theosophical Current, ritstj. Olav Hammer og Mikael Rothstein, Leiden: Brill,
2013, bls. 33–50, hér bls. 34–37.
52 Fyrir greinargóða rannsókn á þessu efni, einkum með tilliti til frumeindakenn-
ingarinnar, sjá Mark S. Morrison, Modern Alchemy, Occultism and the Emergence
of Atomic Theory, New York: Oxford University Press, 2007. Sjá einnig Tessel M.
Bauduin, „Science, Occultism, and the Art of the Avant-Garde“; Linda D. Hen-
derson, „Die moderne Kunst und das Unsichtbare. Die verborgenen Wellen und