Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Blaðsíða 205
204
mörg þessara hugtaka einnig inn í Musterismálverkin, þar á meðal dulrænar
víddir, bylgjur og geislun, þróunarhugmyndir og kenningar um atómið, en
nánari greining á þeim þáttum fellur utan ramma þessarar greinar.
Af Klint hreifst af hugmyndum guðspekinnar, fléttaði þær inn í list-
sköpun sína og var meðlimur í Guðspekifélaginu og síðar í afsprengi þess,
Mannspekifélagi Rudolfs Steiner. Að þessu leyti var af Klint á sömu bylgju-
lengd og frægari samtímamenn hennar, en fræðimenn og sýningastjórar
hafa rannsakað notkun þeirra á hugmyndum guðspeki og mannspeki allt
frá því að The Spiritual in Art var sett upp.53 Í sænsku samhengi er mikil-
vægt að nefna August Strindberg (1849–1912) sem gekk í Stúku Ísisar
[e. Isis Lodge], óháðan anga Guðspekifélagsins, í Frakklandi og ivan Aguéli
(1869–1917) sem einnig kynntist fyrstu kynslóðar guðspeki í Frakklandi.
Norski listamaðurinn Munch umgekkst dulfræðinga (swedenborgista og
mesmerista) og guðspekinga meðan á dvöl hans í Berlín á ní unda ára-
tug nítjándu aldar stóð, sem og finnski listmálarinn Akseli Gallen-
Kallela.54 Listamenn víðsvegar um Evrópu, og svo sannarlega einnig á
Dimensionen des Okkultismus und der Wissenschaften“, þýð. Ebba D. Drols-
hagen, Okkultismus und Avantgarde, bls. 13–32.
53 Steiner var viðriðinn þýska guðspekihópa frá því um 1900 og fram til 1912 og varð
aðalritari þýska Guðspekifélagsins árið 1902. Þegar af Klint kynntist Steiner voru
hugmyndir hans þegar farnar að víkja töluvert frá kennisetningum guðspekinnar, en
Mannspekifélagið var ekki stofnað fyrr en árið 1912. Sjá Katharina Brandt og Olav
Hammer, „Rudolf Steiner and Theosophy“, Handbook of the Theosophical Current,
bls. 113–134, hér bls. 116–121. Á Guðspekifélaginu og Mannspekifélaginu var sá
meginmunur að í hinu fyrrnefnda var lögð áhersla á austræna visku en í hinu síðar-
nefnda á vestræna visku. Af Klint hneigðist frekar til vesturs en austurs í andlegri
iðkun sinni og í því ljósi er rökrétt að hún hélt tryggð við Steiner og gekk að lokum
í Mannspekifélagið. Endurómurinn af mörgum hugmyndum guðspekinnar í kenn-
ingum Mannspekifélagsins auðveldaði þessi umskipti. Sjá sama rit, bls. 122–128.
Um Guðspekifélagið, sjá nánar James Santucci, „Theosophical Society“, Dictionary
of Gnosis and Western Esotericism, 2. bindi, bls. 1114–1123; Joscelyn Godwin, The
Theosophical Enlightenment, Albany: State University of New York Press, 1994. Um
Mannspekifélagið, sjá mikilvægt rit Helmuts Zander, Anthroposophie in Deutschland.
Theosophische Weltanschauung und gesellschaftliche Praxis 1884–1945 i–ii, Göttingen:
Vandenhoeck & Ruprecht, 2007.
54 Sjá Henrik Johnsson, Det oändliga sammanhanget. August Strindbergs ockulta veten-
skap, Stokkhólmur: Malört, 2015; Marja Lahelma, Ideal and Disintegration. Dynamics
of the Self and Art at the Fin-de-Siècle, Helsinkiháskóli, 2014 (doktorsritgerð); Marja
Lahelma, „August Strindberg’s Art in Modernist and Occult Context“, Occult Mod-
ernism. The Occult in Modernist Art, Literature and Cinema, ritstj. Henrik Johnsson
og Tessel M. Bauduin, Basingstoke: Palgrave Macmillan, 2017 [væntanleg]; Nina
Kokkinen, „The Artist as initiated Master. Themes of Fin-de-Siècle Occulture
in the Art of Akseli Gallen-Kallela“, Fill your Soul! Paths of Research into the Art
teSSel M. Bauduin