Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Page 209
208
Verksins má sjá afgerandi og hraða þróun í átt til strangrúmfræðilegr-
ar óhlutbundinnar sköpunar en listamaðurinn nær mínímalísku ástandi í
flokki tvö í Parsifalseríunni, þ.á m. í fjórða hluta: sex einlitir ferningar bera
titlana „áfram“, „niður“, „aftur á bak“, „út á við“, „upp á við“, og „inn á
við“ („framåt“, „nedåt“, „bakåt“, „utåt“, „uppåt“ og „inåt“) [sjá mynd 2].
Þetta eru áttirnar sem felast í hinni spírallaga andlegu vegferð. Af Klint
bætti titlunum við á þessa undirseríu Parsifalseríunnar með gotnesku letri,
í sömu átt og þeir lýsa. Þannig er „aftur á bak“ ritað aftur á bak og letrið
í áletruninni „inn á við“ er látið svífa á miðjum ferningnum og fer smám
saman minnkandi, lesið inn á við. Áletranirnar mætti kalla eftirlíkingar
viðkomandi átta þar sem þær sýna það sem þær eru – ég lít svo á að þetta
varpi í fyrsta lagi ljósi á þann undirliggjandi tilgang að uppfræða, sem finna
má í mörgum ef ekki öllum andlegum verkum af Klint, og í öðru lagi á
teSSel M. Bauduin
Mynd 2. – Hilma af Klint, inn á við, Parsifalserían, 2. flokkur, 4. hluti: Útlistun efnis-
sviðsins, 1916, vatnslitir á pappír, 27 x 25 cm. Stiftelsen Hilma af Klint’s Verk (© Moderna
Museet/Albin Dahlström).