Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Síða 210
209
nálgun hennar þegar kemur að málun sem byggir enn á framsetningu og á
hinu hlutbundna.
Af Klint hélt áfram að rannsaka hugmyndaheima heimstrúarbragðanna,
frumeindir og frumeindasamsetningu plantna.61 Hún leitaði einnig aftur í
fyrstu mótunarár ferils síns, því um 1919 birtast vandvirknislegar plöntu-
lýsingar hennar aftur samtvinnaðar hreinum óhlutbundnum formum er
sýna andleg máttarvöld [sjá mynd 3].62 Árið 1920 hætti listakonan að mála,
en byrjaði aftur árið 1922 og breytti þá um aðferð og málaði yfir 200 vatns-
litamyndir, sem virðast lýsa andlegum hugleiðingum, með blautum litum á
blautan flöt.63 Þetta er lokaskeið málaraferils af Klint. Samkvæmt minnis-
bókum hennar frá þessum tíma upplifði hún enn leiðslusýnir og fékk boð
frá andaheiminum, en hún hætti að miðla þeim með málverkum.
Undir lok ævinnar hætti af Klint þannig að mála í miðilsleiðslu.
Ákveðnar breytingar höfðu þó orðið frá lokum Verksins. Þegar hún var að
hefjast handa við nýtt verkefni árið 1917 skrifaði hún í dagbók sína:
Héðan í frá mun ég ekki fá bein fyrirmæli á sama hátt heldur verð að
leita uppi handleiðslu sem mun, í senn með sýnilegum og ósýnileg-
um bendingum, gera mér ljóst hvað mér er ætlað að kanna. Þess er
þannig krafist af mér að ég framkvæmi mínar eigin rannsóknir, frem-
ur en að ég láti segja mér hvað ég á að sýna. Á undangengnu þroska-
skeiði hef ég verið eins og ílát sem fyllt er ofan frá og flæðir sífellt
upp úr, er ávallt barmafullt, að undanteknum stuttum tímabilum.
Nú er aðstæðum snúið við, nú á ég að fylla kerið með mínum eigin
rannsóknum, með frjálsum rannsóknum þótt ég búi enn að hand-
leiðslu. Nú mun mér birtast verklýsing. Fyrst á ég að reyna að öðlast
skilning á blómum jarðar, hafa plöntur heimsins sem útgangspunkt
minn; svo á ég að rannsaka jafn vandlega það sem lifir í vötnum
heimsins. Síðan verður það blár ljósvakinn með sínum fjölmörgu
dýrategundum […] og að lokum á ég að stíga inn í skógana, rann-
saka raka mosana, öll tré skógarins og fjölbreytt dýrin sem dvelja í
svölu rökkri trjáþyrpinganna […] (17. janúar 1917).64
61 iris Müller-Westermann, „Paintings for the Future“, bls. 50.
62 Daniel Birnbaum og Ann-Sofi Noring, „Hilma af Klint’s Late Arrival“, The Legacy
of Hilma af Klint, [án blaðsíðutals].
63 iris Müller-Westermann, „Paintings for the Future“, bls. 50.
64 Gurli Lindén, „Excerpts from Notes by Hilma af Klint“, bls. 65 (leturbreyting
mín).
Að SJÁ OG SÝNA Hið ÓSÝNiLEGA