Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Page 212
211
Rannsóknin sem listakonunni var ætlað að framkvæma er nokkuð yfirgrips-
mikil og metnaðarfull – að öðlast skilning á „öllum“ blómum, plöntum og
dýrum heimsins – en þó má öðlast tvenns konar innsýn í skilning af Klint á
miðilshlutverkinu út frá þessari færslu, hvað stíl og mismunandi listgreinar
snertir. Í fyrsta lagi má sjá vísbendingar um þá andlegu handleiðslu sem
af Klint hafði notið, naut þegar færslan var rituð („[n]ú mun mér birtast
verklýsing“) og átti eftir að njóta. Þessi handleiðsla átti að verða gjörólík
þeirri sem hún naut meðan Verkið var í vinnslu: „Héðan í frá mun ég ekki
fá bein fyrirmæli á sama hátt“. Aðstæðum er nú „snúið við“, listamað-
urinn hafði áður verið óvirkur miðill en gat nú tekið sér virkara hlutverk:
„ég framkvæmi mínar eigin rannsóknir“. Af Klint grípur til vel þekktrar
myndlíkingar sem er ílátið – en það er nokkuð augljós vestræn smíð kven-
leikans og gefur í skyn að hún hafi upplifað sjálfa sig sem viðtakanda – og
tekur fram að nú muni hún sjálf sjá um að fylla sjálfið-sem-ílát, hún „búi
enn að handleiðslu“ en framkvæmi þó „eigin rannsóknir“. Þessi þróun er
ekki algjörlega á skjön við það sem á undan var gengið, því meðan á seinni
hluta Verksins stóð, frá og með árinu 1912, hafði henni þegar fundist hún
meðvitaðri við málun og fær um að hafa einhver áhrif, sérstaklega á mynd-
byggingu.65 Þetta upplifði hún ekki til að byrja með, á árunum frá 1906 til
1908, en þá:
[...] voru myndirnar málaðar beint í gegnum mig, án undirbúnings-
teikninga og af miklu afli. Ég hafði ekki hugmynd um hvað mynd-
irnar myndu sýna en vann þó hratt og örugglega án þess að breyta
einni einustu pensilstroku.66
Hún meira en fylltist, varð „barmafull“ og „yfirfull“ af sýnum og leiðbein-
ingum. Frá og með 1912 urðu töluverðar breytingar þar á. „Enginn stýrði
[nú] hönd“ hennar en henni voru sýndar myndirnar sem henni var ætlað
að mála „í formi munnlegra fyrirmæla eða beinlínis sem innri ímyndir“.67
Við þetta rof á árunum 1908–1912, sem klýfur Verkið, hafði hún því þegar
losnað að nokkru marki undan því hugarástandi sem hún var í við málun á
árunum 1906–1908, en því má lýsa sem afar óvirku og sem hefðbundinni
miðilsleiðslu, ekki síst vegna þess hversu hröð og áköf framkvæmdin var
og vegna nokkuð yfirdrifins málunaræðisins sem rann á hana. Engu að
65 G. af Klint, „Hilma af Klint“, bls. 8.
66 Eeva Siltavuori, „The Secret Pictures of Hilma af Klint“, bls. 36.
67 Sama rit, bls. 36.
Að SJÁ OG SÝNA Hið ÓSÝNiLEGA