Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Page 214
213
ins fyrir handleiðslu. Öll umfjöllun um verk af Klint litast óhjákvæmilega
af umræðum í samtíma okkar um (hið vestræna) hefðarveldi „brautryðj-
enda á sviði abstraktlistar“ og kyngervi þeirra, en einnig af félagslegu og
menningarlegu umhverfi listakonunnar sjálfrar, þar sem frumsköpun var
ætluð körlum og endursköpun konum. Við þetta bætist að skoða þarf við-
fangsefni sem enn í dag eru umdeild og snúa að sambandi nútímalistar
og dulfræði, en einnig, í tilviki miðils- og leiðslulistar, að gerandahæfni.
Neikvæðar hugmyndir um samskipti við æðri verur og einstrengingslegar
hugmyndir um listræna snilligáfu og höfundinn stangast algjörlega á við
fullyrðingar um handleiðslu utan frá. Sú ályktun er ekki langsótt að áhersla
sé lögð á „brautryðjendastarf“ af Klint og Houghton á sviði abstraktlistar
til að draga úr óheppilegum miðilstilburðum þeirra. En sú leið er engu
uppbyggilegri en fánýt spurningin um hvort „Amaliel“ geti, hafi getað
eða hafi verið til utan reynsluheims af Klint. Það leikur enginn vafi á að
hann og skyldar verur gegndu veigamiklu hlutverki í innra lífi hennar og
þær tilheyra því ákveðinni grunnþekkingu sem fella þarf inn í þá mynd
sem við gerum okkur af listamanninum. Brýnt er að fræðafólk taki bæði
orðræðubundinn og menningarlegan veruleika sögulegs viðfangsefnis síns
alvarlega – og það sem veruleika. Engu að síður má vel beina sjónum að
þessari upplifun af leiðaröndum.
Því hefur verið slegið fram að viðvera karlkyns leiðaranda kunni að
hafa leyst það vandamál sem kvenkyns listamenn stóðu frammi fyrir á
síðari hluta nítjándu aldar og fram á fyrri hluta þeirrar tuttugustu, þegar
kom að gerandahæfni hins skapandi einstaklings og stöðu höfundarins.70
Efasemdum um endanlegt höfundarvald skapandi einstaklings hafi mátt
bægja frá með því að leggja áherslu á hlutverk listamannsins sem einfalds
miðils er einungis kæmi til skila hugmyndum karlkyns veru, hvort sem
hann væri mahatma á fjallstindi í Tíbet eða t.d. andi Mozarts. Hér er þörf
á frekari rannsóknum, þótt ekki væri til annars en að varpa ljósi á þá spurn-
ingu hvort þetta hafi verið meðvitað herbragð af hálfu listakvenna, til að
undirbyggja sköpun sína með karlkyns kennivaldi. Í evrópskri sögu má
finna nokkur dæmi um frumlega kvenkyns listamenn sem sinntu frum-
sköpun á síðari hluta nítjándu aldar og á fyrri hluta þeirrar tuttugustu, sem
sköpuðu ný listform í leiðsluástandi, ýmist undir handleiðslu eða ekki, en
þeirra á meðal eru leiðsludansarinn Magdeleine Guipet (1876–?, þekkt
sem Die Traumtänzerin eða „draumdansarinn“); hinn fjölhæfi skapandi
70 Corinna Treitel, A Science for the Soul, bls. 118–124.
Að SJÁ OG SÝNA Hið ÓSÝNiLEGA