Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Side 215
214
miðill Hélène Smith (Catherine-Elise Müller, 1861–1929) sem teiknaði,
málaði, spann ævintýralegar frásagnir og bjó til tungumál; leiðsluskáldið
Clara Blüthgen (fædd Kilburger, 1856–1934), en leiðarandi hennar veitti
henni liðveislu þegar hún sagði skilið við (farsælan) feril sinn sem blaða-
kona og sneri sér að tilraunakenndri ljóðlist, leikritun og skáldskap; og
loks leiðslumálarinn Wilhelmine Aßmann (síðar Frieda Genthes, 1876–?),
en með verkum sínum, sem voru unnin á afar óhefðbundinn hátt, lagði
hún grunn að farsælum starfsferli og lifði með stæl í Berlín.71
Fannst kvenkyns leiðslulistamönnum of erfitt að „horfast í augu við
suma grunnþætti tilverunnar eins og þeir eru“ 72 og kusu því að eigna þá,
ef svo má að orði komast, anda, engli, neðanmarkaveru eða öðru slíku?
Fant setur fram þá skýringu á tilfelli af Klint að dulvitundin grípi inn í til
að leysa úr kreppunni. Hann lýsir leiðslumálun hennar sem „afar sérstæðri
skapandi tækni er byggist á samræðu dulvitundarinnar og vitundarinnar“,
að því er virðist undir „neðanmarkaáhrifum“.73 Allt frá tímum rómantísku
stefnunnar, og svo sannarlega frá og með súrrealismanum, hafa hugtökin
„dulvitund“ og „neðanmarka“ [e. subliminal] gegnt viðteknu hlutverki sem
annarlegar staðsetningar fyrir listrænan innblástur og höfundardeili. Hins
vegar er það tæpast einstök upplifun að lenda í kreppu við listsköpun.
Á öðrum áratug tuttugustu aldar sagðist Kandinskij upplifa „mikla innri
spennu“ við vinnslu (nær) óhlutbundinna verka og mála „nokkuð dulvitað“
71 Sjá Pia Witzmann, „„Dem Kosmos zu gehört der Tanzende“. Der Einfluß des Ok-
kulten auf den Tanz“, Okkultismus und Avantgarde, bls. 600–624, hér bls. 620–624;
Corinna Treitel, A Science for the Soul, bls. 117–124; Priska Pytlik, Okkultismus
und Moderne. Ein kulturhistorisches Phänomen und seine Bedeutung für die Literatur
um 1900, Paderborn: Schöningh, 2005, bls. 64–65; Théodore Flournoy, From
India to the Planet Mars, ritstj. Sonu Shamadansi, Princeton: Princeton University
Press, 1994; Lachapelle, Investigating the Supernatural, bls. 65–71 og Zeynep Çelik
Alexander, „Jugendstil Visions. Occultism, Gender and Modern Design Peda-
gogy“, Journal of Design History 3/2009, bls. 203–226, hér bls. 214. Grunninn lögðu
augljóslega spíritískir listamenn á Viktoríutímanum eins og Houghton (sem þegar
hefur verið nefnd) og Anna Mary Howitt (1824–1884), sjá Rachel Oberter, „„The
Sublimation of Matter into Spirit“. Anna Mary Howitt’s Automatic Drawings“,
The Ashgate Research Companion to Nineteenth-Century Spiritualism and the Occult,
ritstj. Tatiana Kontou og Sarah Willburn, Farnham: Routledge, 2012, bls. 333–358,
hér einkum bls. 336–338. Ítarleg og umfangsmikil rannsókn á leiðslumálurum
í Evrópu, kvenkyns eða karlkyns, er löngu tímabær. Doktorsritgerð Oberter,
Spiritualism and the Visual Imagination in Victorian Britain (Yale University, 2007),
er því miður óútgefin.
72 Eeva Siltavuori, „The Secret Pictures of Hilma af Klint“, bls. 37.
73 Åke Fant, „The Case of the Artist Hilma af Klint“, bls. 156.
teSSel M. Bauduin