Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Page 218
217
Að SJÁ OG SÝNA Hið ÓSÝNiLEGA
jafnframt afar líklegt að hún hafi „aflært“ töluvert af fagkunnáttu á fyrstu
stigum Verksins og á mánuðunum þar á undan. Nútímalistamenn hafa
lengi leitast við að brjótast undan hefðum akademískrar málunar, að yfir-
stíga tæknilega þjálfun í þágu ósvikinnar skapandi tjáningar. Af Klint hafði
einnig hlotið hefðbundna þjálfun og hún málaði í hefðbundnum stíl og
með viðtekinni nálgun. Eins og áður hefur komið fram forðaðist hún til að
byrja með að stunda ósjálfráða teikningu á fundum De Fem og ein ástæðan
virðist vera sú að hún hafi óttast að tæknileg færni hennar gæti heft hinar
ósjálfráðu hreyfingar sem miðilsteikning útheimti. Á einkafundum De Fem
fann hún öruggt skjól þar sem hún gat æft sig í að víkja frá hefðbundnum
akademískum formum og síðar vann hún margar ósjálfraðar teikningar
og pastelverk, en í þeim má greinilega sjá tilraunakenndar aðferðir og leit
að nýjum línum og óhefðbundnum formum, sem áttu seinna eftir að bera
ávöxt í Musterismálverkunum.81
Ytri form og litir: það sem hjarta mitt girnist!
Miðilsástandið sem listakonan var í við vinnslu Verksins mætti þannig túlka
sem herbragð til að vinna úr þeirri spennu og þeim kröfum sem fylgdu því
að vinna í stíl sem var algjörlega nýr og ólíkur fyrri verkum hennar – og
sem krafðist þess að af Klint notaði óhlutbundið myndmál forma, lita og
stíls sem var gjörólíkt því sem henni hafði verið kennt, sem hún nýtti í list-
sköpun, hlaut viðurkenningu fyrir, vann sér inn tekjur með og að öllum
líkindum naut. Snemma við vinnslu Verksins harmaði af Klint að hafa
þurft að breyta um stíl:
Ég hef neyðst til að sneiða hjá því sem hjarta mitt girntist á mínum
yngri árum: að geta endurskapað ytri form og liti. Með öðrum
orðum hef ég í raun verið hrakin af vettvangi […].82
Að auki krafðist þessi nýi stíll þess að hún ögraði kynhlutverkum sem
voru ríkjandi bæði í samfélögum listamanna og innan menningarinnar
almennt, hlutverkum sem engin ástæða er til að telja að hún hafi ekki
tileinkað sér að fullu og hún trúði mögulega á, að hluta til eða í einu og
81 Sjá yfirlitsmynd af nokkrum ósjálfráðum pastelmyndum í Prinz, „A Modern Spirit“,
http://www.artbouillon.com/2014/06/a-modern-spirit-hilma-af-klint-and.html
(mynd 10).
82 Ritað árið 1906 eða 1907, hér vitnað eftir Eeva Siltavuori, „The Secret Pictures of
Hilma af Klint“, bls. 36.