Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Qupperneq 219
218
öllu. Ekki er ástæða til að túlka þá staðreynd að hún leitaði í hið óhlut-
bundna í list sköpun sinni, eða það að hún var um eins árs skeið ritari fyrir
Félag sænskra listakvenna sem varði rétt listakvenna á listmarkaðinum,83
umhugsunarlaust sem merki um andóf gegn hefðbundnum kynhlutverk-
um. Ekkert bendir til þess að hún hafi verið þvinguð til að vinna innan
hinna kvenlegu greina. Þvert á móti: í fyrsta lagi hélt hún í marga hlut-
bundna þætti við vinnslu hinna andlegu verka sinna og í öðru lagi sneri
hún sér aftur að hlutbundinni list af krafti árið 1917.
Við vinnslu andlegra verka sinna felldi af Klint sífellt hlutlæg form
inn í verkin: kuðungsskel eða snigil, sem táknaði spíralinn, og svaninn
og dúfuna sem táknuðu karllegar og kvenlegar holdtekjur hins andlega.
Önnur stef sem birtast reglulega eru bókstafir og orð, blóm, hundar, snákar,
karlkyns, kvenkyns og tvíkynja verur, englar – þ.á m. erkiengill og dreki í
heimsrofaham – og jafnvel klassískur vatnaguð.84 Í Musterismálverkunum
bregður einnig víða fyrir myndmáli úr Kristsfræðum [e. Christology]. Hún
fléttaði aftur á móti saman slíku, að því er virðist hefðbundnu myndmáli
og sérstæðum dulfræðihugtökum og úr urðu óhefðbundin verk. Til dæmis
sýnir Verk nr. 5, Flokkur VIII, US serían (1913) það sem virðist vera röð
röntgenmynda af krossfestri veru, þ.e. öll helstu líffæri eru sýnileg innan
líkamans [sjá mynd 4]. Meginviðfangsefni þessa verks eru tvenndir og þær
eru táknaðar með litunum gulur/blár og hvítur/svartur, sem standa fyrir
karllegt/kvenlegt, upp/niður og anda/efni. Margþátta krossinn er í raun
tesserakt, fjórvíður há-teningur sýndur í þremur víddum. Guðspekingar
höfðu, frá síðari hluta nítjándu aldar, tileinkað sér og miðlað hugmyndum
um hina dulrænu fjórðu vídd sem er bundin rúmi – spannar m.a. astral-
sviðið eða önnur yfir-efnisleg svið – fremur en tíma: frumspekilega, and-
lega vídd innsæis og æðri sannleika. Áhrif þessa á listir voru töluverð eins
og ég hef fjallað um á öðrum vettvangi.85 Sýnileiki líffæranna í þessu verki
tengist einnig guðspekilegri hugsun. innan annarrar kynslóðar guðspeki
(og í samfélaginu almennt) var litið á uppgötvun röntgengeislunar sem
sönnun þess að mannsaugað, eins og því væri vanalega beitt, væri aðeins
veikt skynfæri og þar með öðluðust kennisetningar guðspekinnar um að
83 Anna Maria Bernitz, „Hilma af Klint and the New Art of Seeing“, bls. 590.
84 Í Nr. 8, Flokkur 3, WU serían: Rósin, einnig þekkt sem Stóru táknverkin 1907.
85 Tessel Bauduin, „Science, Occultism, and the Art of the Avant-Garde“, bls. 26–34.
Sjá einnig tímamótarannsókn Lindu D. Henderson á þessu viðfangsefni, The
Fourth Dimension and Non-Euclidian Geometry in Modern Art, Princeton: Princeton
University Press, 1983, hér einkum bls. 32.
teSSel M. Bauduin