Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Page 223
222
við hina djúpu innsýn í innri smíð alheimsins og andlega þróun mannkyns,
sem hún öðlaðist meðan á Verkinu stóð og strax í kjölfar þess, og skapaði
fallegar og heillandi samþættingar náttúrulýsinga og óhlutbundinnar rúm-
fræði, ytri könnunar og andlegra hugmynda.
Að endurskapa er að sjá
Niðurstaða mín er sú að af Klint hafi ekki aðeins látið vera að ögra kynj-
uðum hugmyndum um listsköpun (kona getur aðeins endurskapað og líkt
eftir náttúrunni) heldur hafi hún tileinkað sér þær. Notkun hennar á ílát-
inu sem myndlíkingu bendir þegar til þessa. Fyrir kvenkyns listamann var
lykilatriði að kanna hið sýnilega: augað gerir höndinni fært að endurskapa.
Þetta átti við um vinnu af Klint að portrett- og landslagsmyndum, um
vinnu hennar að nákvæmum myndlýsingum á plöntum og blómum, en
einnig um vinnu hennar að andlegu verkunum.
Við vinnslu Musterismálverkanna voru henni, eins og fram hefur komið,
„sýndar“ myndirnar á einhvern hátt, þær birtust henni svo að segja fyrir
innri, andlegum hugskotssjónum:
Ég hafði yfir málin með sjálfri mér (158cm x 114cm). Fyrir ofan
trönurnar mínar sá ég tákn Júpíters sem var skýrt uppljómað og sem
var sýnilegt í nokkrar sekúndur. Ég hófst þegar handa svo mynd-
irnar voru málaðar beint í gegn um mig án nokkurra undirbúnings-
teikninga og af miklu afli.88
Ég vil halda því fram að af Klint hafi getað túlkað eigin listsköpun, fyrir
sjálfri sér, sem nokkurs konar endursköpun frekar en virka sköpun. Hún
gefur til kynna að meðan á frumspekilegum rannsóknum hennar stóð (frá
og með 1917) hafi henni verið sýndir sýnilegir og ósýnilegir hlutir – „[…]
handleiðsla sem mun, í senn með sýnilegum og ósýnilegum bendingum,
gera mér ljóst hvað mér er ætlað að kanna“. Og ef til vill var það sem
ekki var sýnt beint (og þurfti því að skapa frá grunni) málað í gegnum
hana af öðrum og/eða henni gefnar leiðbeiningar. Af skrifum hennar má
ráða að listakonunni hafi fundist hún á einhvern hátt hafa barið augum
yfir-efnisleg svið, líkt og astralsviðið. Eins og hún kemst að orði um þetta
leyti teygðu „rannsóknir“ hennar sig „út úr heimi náttúrunnar og inn í
88 Anna Maria Svensson, „The Greatness of Things“, bls. 18.
teSSel M. Bauduin