Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Blaðsíða 227
226
ingi.3 Það höfðu þær verið í átta mánuði eða allt þangað til Ragnar Þór
Pétursson benti á það í pistli um málið að þær væru lokaðar og voru þær í
kjölfarið opnaðar.4 Það gat því enginn sannreynt að rétt sé farið með orð
mín né að þau séu ekki tekin úr samhengi. Þetta er bagalegt því Guðni
handvelur margt úr gagnrýni minni það sem hann heldur að hann geti
svarað og lætur annað vera.
Í öðru lagi þykir til siðs að spyrja leyfis þegar vitnað er í óútgefið efni,
og ef slíkt leyfi fæst ekki þá er í það minnsta vani að láta hlutaðeigandi
njóta nafnleyndar, ef kostur er – og er það ekki að ástæðulausu: Ef mig
hefði órað fyrir því að Guðni myndi svara athugasemdum mínum í tveim-
ur ritrýndum greinum, annarri upp á hvorki meira né minna en 55 blað-
síður, og hinni með beinum tilvitnunum í mig, undir nafni, hefði ég að
sjálfsögðu valið orð mín af meiri kostgæfni og lagt meiri vinnu í það sem
ég taldi ekki nema netrifrildi, og er það að því gefnu að ég hefði þá skrifað
nokkuð yfirleitt. Guðni lætur þó að því liggja að greinar hans séu svar við
sérstakri beiðni minni, sem er rétt að svo miklu leyti sem ég bað hann að
standa fyrir máli sínu, en því fer fjarri að ég hafi beðið hann um að skrifa
greinar í ritrýnd tímarit. Það er því ljóst að ég hefði ekki gefið slíkt leyfi ef
óskað hefði verið eftir því.
Eins og kom fram að ofan er markmið mitt með þessari grein að svara
þeim greinum Guðna sem beinlínis voru skrifaðar til höfuðs þessari gagn-
rýni minnar. Við ritun hennar kom þó fljótlega í ljós að það gæti ég ekki
gert á sannfærandi hátt án þess að gagnrýna upprunalegu grein Guðna í
leiðinni. Í því sem á eftir kemur verður þetta tvennt því samtvinnað. Ég
ætti þó að taka það fram hér strax í upphafi að það vakir hvorki fyrir mér
að verja Vantrúarfélaga né gagnrýna kennslu Bjarna Randvers sérstaklega,
heldur að sýna fram á það á hversu veikum stoðum málflutningur Guðna
hvílir og hvernig vinnubrögðum hans í þessum tilteknu greinum er ábóta-
vant.
Óvinveitt túlkun og aðferð Chomskys
Í ágætum greinarflokki á vefsíðu sinni gagnrýndi Jón Ólafsson heimspek-
ingur verklag Þórs Whitehead sagnfræðings í skrifum hins síðarnefnda um
3 Umræðurnar sjálfar má finna hér: https://www.facebook.com/gudrunelsa/posts/
10201997029351229. Guðni vitnar þó í þær með almennri lýsingu, svo hætt er við
að lesanda greina hans sé ómögulegt að finna þær.
4 Ragnar Þór Pétursson, „Vantrú, Bjarni og Guðni“, stundin.is, 2. ágúst 2015, sótt
15. september 2015 af http://stundin.is/blogg/maurildi/vantru-bjarni-og-gudni/.
ÁSGeiR BeRG MattHíaSSon