Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Page 228
227
íslenska kommúnista. Margt af því sem Jón finnur að fræðilegum vinnu-
brögðum Þórs má heimfæra upp á það hvernig Guðni Elísson hefur rekið
sitt mál. Jón skrifar:5
Vandi Þórs í Sovét-Íslandi er raunar klassískur. Hann fer af stað
til að færa sönnur á þá tilgátu sína að kommúnistar hafi lært að
beita ofbeldi í Moskvu og sá lærdómur móti allt starf þeirra upp frá
því. Hann leitar uppi allt sem hugsanlega getur stutt þessa tilgátu í
skjalaglefsum og verkum annarra sagnfræðinga og hrósar svo sigri.
Engin tilraun er gerð til að nálgast tilgátuna gagnrýnum augum og
heimildir sem benda í aðrar áttir eru sniðgengnar.
Í annarri grein um sama mál skrifar svo Jón:
[Fræðimaður] sem leitar einungis að þeim atriðum í heimildum
sem geta staðfest það sem hann heldur, en forðast eða lítur framhjá
öðrum, hlýtur að afvegaleiða þá lesendur sem þekkja ekki heimild-
irnar og sjá því ekki í fljótu bragði gallana á heimildavinnunni. Slíkt
er því ekki betra en ritstuldur – og kannski verra.6
Ég ætla ekki að taka afstöðu til þess hér hvort gagnrýni Jóns á rétt á sér í
tilfelli bókar Þórs Whitehead, en ég held að allir geti verið sammála um
það að ef fræðimaður hagar starfi sínu á þennan hátt, þá hefur hann ekki
unnið starf sitt af þeim heiðarleika og þeirri kostgæfni sem honum ber –
og felst því töluverður þungi í þessum ásökunum Jóns, algjörlega óháð því
hvort Þór sé sekur um slík vinnubrögð eða ekki. Ég geri mér því fulla grein
fyrir alvöru málsins þegar ég segi að mér þykir ljóst að allur málatilbúnað-
ur Guðna Elíssonar sé þessu sama marki brenndur. Hann gerir frá upphafi
ráð fyrir því að málið sé vaxið með ákveðnum hætti og málflutningur hans
miðar að því að staðfesta þessa tilgátu – og fjölmargt sem bendir í aðra átt
er hunsað eða falið fyrir lesandanum. Þessi vinnubrögð Guðna eru svo um
leið hræsnisfull, því hann sakar þá sem hann fjallar um um það sama.
5 Jón Ólafsson, „Hernaður og mannvíg Þórs Whitehead“, hi.is, 27. janúar 2011, sótt
15. september 2015 af http://webdev6.hi.is/skot/herna%C3%B0ur-og-mannvig-
%C3%BEors-whitehead/.
6 Jón Ólafsson, „Bakari hengdur fyrir smið (eða Hannes fyrir Þór)“, hi.is, 26.
nóvember 2011, sótt 11. desember 2015 af http://webdev6.hi.is/skot-is/bakari-
hengdur-fyrir-smi%C3%B0/.
AF AðFERð CHOMSKYS OG ViNNUBRÖGðUM GUðNA ELÍSSONAR