Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Page 230
229
og hunsar annað. Þetta dæmi er langt í frá hið alvarlegasta en þó um leið
lýsandi og kallast óneitanlega á við þau orð Jóns Ólafssonar sem vitnað er
í hér í upphafi þessa kafla..
Guðni gæti auðvitað sagt – með réttu – að það sé nauðsynlegt fyrir
fræðimann að velja sumar heimildir fram yfir aðrar – annars myndi lesand-
inn týnast í ótal smáatriðum og jafnvel minnsta fræðigrein yrði að langri
bók. Það má til sanns vegar færa en punkturinn hér er hins vegar sá að
þegar heimildavinnan er svo einhliða og hlutdræg er eðlilegt – og jafnvel
nauðsynlegt – að viðurkenna tilvist annarra heimilda og rökstyðja af hverju
þeim er hafnað, einkum og sér í lagi ef gera má ráð fyrir að lesandi þekki
málið illa. Það er einfaldlega mikill ágreiningur um það sem kemur fram í
þessum greinum sem Guðni vitnar til en framsetning hans dregur fjöður
yfir það.
Þessi vinnubrögð Guðna er áhugavert að skoða í ljósi þeirra við-
miða sem hann setur sér sjálfur, nefnilega það sem hann nefnir „aðferð
Chomskys“.9 Samkvæmt Guðna felst aðferð Chomskys í því að „gagn-
rýnir menntamenn eigi fyrst og fremst að leitast við að grafast fyrir um
sannleikann í hverju máli og andmæla fölskum rökum sem ætlað er að
réttlæta yfirgang og ofríki“.10 Aðferðinni er ætlað að varpa ljósi á hvernig
„þrýstihópum tekst með markvissum aðgerðum að myrkva umræðuna,
hvernig sönnunargögnum er ýtt til hliðar í nafni sérhagsmuna, hvern-
ig þau eru rangtúlkuð, ekki rædd, ekki leituð uppi eða þá að þau þykja
ekki fréttnæm“.11 Með þessa aðferð að vopni þarf sá sem beitir henni lítið
annað en „hugrekki og heilbrigða skynsemi“ til að gagnrýna „hentistefnu
og hræsni“.12 Aðferðin, samkvæmt Guðna sjálfum, gengur svo út á að:13
a. draga fram ósættanlegar þversagnir í málflutningi.
b. sýna hvernig lykilfullyrðingar eru byggðar á getgátum og eða hrein-
lega ósannar.
c. varpa ljósi á fullyrðingar sem taka ekki mið af viðurkenndum fræði-
legum aðferðum eða viðmiðum.
d. leita uppi forsendur í málflutningi sem enginn myndi vilja gera að
almennri reglu.
9 Guðni Elísson, „Fúsk, fáfræði, fordómar?“, bls. 142.
10 Sama rit, bls. 142.
11 Sama rit, bls. 142–143.
12 Sama rit, bls. 143.
13 Sama rit, bls. 143.
AF AðFERð CHOMSKYS OG ViNNUBRÖGðUM GUðNA ELÍSSONAR