Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Page 232
231
þær.17 Sú andstaða er hins vegar alls ótengd Siðanefndarmálinu og það
er ekkert sem bendir til að það hafi verið markmið þeirra að stöðva slíka
fræðilega umræðu, hvorki í opinberri umfjöllun þeirra um málið né í lok-
aða spjallþræðinum sem Guðni hefur undir höndum og vitnar hvað mest
í.18 Til dæmis má lesa í grein eftir Matthías Ásgeirsson á vefritinu sjálfu
eftirfarandi yfirlýsingu um málið:19
Það á ekki að skipta máli hvort það er Vantrú, Alcoa, Femínistafélagið
eða Sjálfstæðisflokkurinn sem um er rætt – kennarar HÍ mega fjalla
um öll þessi fyrirbæri og hver önnur sem þeir vilja fjalla um – svo
lengi sem birtar niðurstöður veiti ekki einhliða og villandi mynd af við-
fangsefninu. Þetta þýðir ekki að kennarar megi ekki gagnrýna Vantrú
eða félagsmenn þess - að sjálfsögðu hafa þeir fullan rétt á því og
Vantrú þarf ekki einu sinni að vera ánægt með þá umfjöllun. Svo
lengi sem kennarinn velur ekki einhliða tilvitnanir sem henta þeirri
mynd sem hann vill draga upp, svo lengi sem Vantrú og félags-
menn þess njóta sannmælis getum við ekki kvartað. Eins og við
höfum bent á stóðst kennsla Bjarna Randvers ekki þessar kröfur.
Umfjöllunin var einhliða, villandi og Vantrú nýtur ekki sannmælis.
Hér er ekkert minnst á flókin fræðileg hugtök né heldur virðist sem óþol
gegn gagnrýni né vilji til að setja umræðunni mörk sé það sem stjórnar
gerðum Vantrúarfólks, að minnsta kosti ekki þegar þau „segja frá með
sínum eigin orðum“, eins og Guðni heldur fram.20
17 Sjá t.d. Óli Gneisti Sóleyjarson, „Er jörðin stóll?“, vantru.is, 7. júlí, 2008, sótt 6.
desember 2015 af http://www.vantru.is/2008/03/07/08.00/.
18 Margt af því sem Guðni hefur eftir félagsmönnum Vantrúar voru orðaskipti
þeirra í einkasamtölum sem æskuvinur Bjarna Randvers afritaði af spjallborði
þeirra eftir að hafa komist í þráðinn í óleyfi. Hann hefur viðurkennt þetta opinber-
lega. Um málavöxtu, sjá Bjarni Randver Sigurvinsson, Af þjófum og þjófsnautum í
helgi sögum Vantrúar, hugrás.is, 22. janúar 2014, sótt 15. september 2015 af http://
www.hugras.is/2014/01/af-thjofum-og-thjofsnautum-i-helgisogum-vantruar/ og
Ritstjórn Vantrúar, „ingvar Valgeirsson stal trúnaðargögnum“, vantru.is, 14. okt-
óber 2012 (uppfært 26. janúar 2014), sótt 15. september af http://www.vantru.
is/2012/10/14/10.00/. Því miður er þessi þráður ekki lengur aðgengilegur á netinu
og sá hlekkur sem Guðni gefur upp í greinum sínum er nú óvirkur. Ég mun framvegis
vitna í hann sem „SBR“ en það er líkt og Guðni gerir í sínum greinum.
19 Sjá Matthías Ásgeirsson, „Þó líði ár og öld“, vantru.is, 21. febrúar 2011, sótt 15.
september af http://www.vantru.is/2011/02/21/09.00/. Feit- og skáletranir eru
Matthíasar. Skáletraði hlutinn er bein tilvitnun í þær siðareglur Háskóla Íslands
sem kæran byggðist á.
20 Ég er að sjálfsögðu ekki að gagnrýna Guðna fyrir að taka ekki afstöðu til þessa
AF AðFERð CHOMSKYS OG ViNNUBRÖGðUM GUðNA ELÍSSONAR