Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Page 236
235
Fúkyrðalistar, Eggerts þáttur Sólbergs og samsærin
Í upphaflegri gagnrýni minni á grein Guðna á Facebook gagnrýndi ég eink -
um lista af gífur- og köpuryrðum sem Bjarni Randver hefur tekið saman
yfir orðanotkun Vantrúarfólks, annan sem notaður var í kennslu Bjarna
og hinn sem birtist síðar í greinargerð Bjarna um málið. Guðni heldur því
fram að listi Bjarna sem hann birti í kennslustundinni hafi verið til þess
fallinn „að draga fram núning og árekstra milli ólíkra hópa“ og „skoða
hvers konar samskiptamynstur einkenni trúarumræðuna“.31
Það er ekki í sjálfu sér þetta sem ég gerði athugasemdir við, enda
þessi tilgangur fullkomlega eðlilegur. Það sem ég fann að listum Bjarna
Randvers var hins vegar að þeir uppfylla ekki þetta hlutverk. Um þessa
gagnrýni mína segir Guðni:
Ásgeir segir það ljóst af listunum „að Bjarni ber enga virðingu fyrir
því samhengi sem orð eru sett fram í. Það má augljóslega spyrja
sig um fræðilegt gildi þess að taka saman svona lista og erfitt að sjá
hvaða tilgangi hann á að þjóna öðru en að sýna Vantrúarfólk í slæmu
ljósi.“ Í huga Ásgeirs eru listarnir vítaverðir. Hann vill láta banna
notkun þeirra en sú afstaða einstaklings, sem leggur stund á fram-
haldsnám í hugvísindum, gerir þá óneitanlega forvitnilega.32
Lýsing Guðna á skoðunum mínum er eðlilega nokkuð nákvæm þegar
hann vitnar beint í mig en eitthvað bregst honum bogalistin í ályktunum
sínum því, eins og áður sagði, fer fjarri að ég hafi eitthvað á móti notkun
lista í kennslu eða að ég „vilji láta banna notkun þeirra“.33 Hann heldur
áfram:34
Ásgeir Berg Matthíasson virðist aldrei hafa séð lista notaða í grein-
ingu innan hugvísinda, a.m.k. telur hann „fáránlega“ listann hans
Bjarna Randvers áminningarsök. Þó ættu flestir sem leggja stund á
túlkunarfræði að bera kennsl á tilgang hans. Listum Bjarna er ætlað
að draga fram samskiptastíl sem vekur þreytu eða óþol hjá einstak-
lingum beggja vegna borðsins.
31 Guðni Elísson, „Britney fokkíng Spears“, bls. 20.
32 Sama rit, bls. 21.
33 Það mætti svo kannski líka koma fram að þegar ég ritaði þessi orð stundaði ég ekki
framhaldsnám í hugvísindum, og hafði aldrei gert, þó svo að ég hafi gert það síðan.
Hvar Guðni fékk þá flugu í höfuðið, veit ég ekki.
34 Guðni Elísson, „Britney fokkíng Spears“, bls. 26.
AF AðFERð CHOMSKYS OG ViNNUBRÖGðUM GUðNA ELÍSSONAR