Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Side 237
236
Því næst setur Guðni á langt mál um fræðilegt gildi þess að nota lista í
kennslu og er það allt saman gott og blessað. Hins vegar er augljóst af sam-
hengi þess sem ég skrifaði, að ég er ekki á móti listum eða notkun þeirra
í kennslu í sjálfu sér, heldur hélt ég því fram að listar Bjarna Randvers séu
vítaverðir, ekki af því að þeir eru listar, heldur af því að þeim tekst ekki það
sem þeim er ætlað að gera, nefnilega að draga fram samskiptastíl og svo
framvegis, og að vinnubrögðin sem beitt var við að setja þá saman voru
alls ekki nógu góð. Ég tek að sjálfsögðu heilshugar undir að listar geti
vel verið „merkingarbærir sem slíkir“, eins og Guðni hefur eftir Dagnýju
Kristjánsdóttur, prófessor.35
Hvað er þá að listum Bjarna Randvers? Skoðum fyrst fyrri listann,
þann sem Bjarni notaði í kennslu og birtist á glæru með yfirskriftinni
„Orðbragðið”. Yfir listanum stendur „Nafngreindir einstaklingar eru m.a.
kallaðir...“ og á eftir fylgir upptalning af fúkyrðum og skömmum, auk stað-
hæfingar að margt af þeim hafi verið sótt í skrif Matthíasar Ásgeirssonar,
sem hafði verið formaður Vantrúar. Samtals eru þetta um 20 meinyrði sem
Bjarni hefur tekið saman í svokallaðri greiningu sinni. Vandinn við þennan
skammarlista og framsetninguna á honum er fyrst og fremst að stór hluti
orðanna sem hann telur upp eru annað hvort ekki frá neinum félaga í
Vantrú, notuð um Matthías sjálfan, eða ekki um nafngreinda einstaklinga.
Það gefur augaleið að slík vinnubrögð eru forkastanleg. Þetta tók ég allt
skýrt fram í upphaflegu gagnrýni minni á grein Guðna en hann kýs að
nefna þetta ekki og talar einungis almennt um orð mín í þessu sambandi.
Skoðum þetta nánar.
Tvö af orðunum á glærunni, „hlandspekingur“ og „rugludallur“ voru
ekki notuð um nafngreinda einstaklinga. Hið fyrra kemur fyrir í færslu
á heimasíðu Matthíasar þar sem hann notar orðið á almennan hátt yfir
það sem nefnt hefur verið á ensku „urine therapy“.36 Guðni viðurkennir
að vísu í grein sinni að orðið „hlandspekingur“ hafi ekki verið notað um
neinn nafngreindan mann (en hann getur þó ekki stillt sig um að reyna að
35 Guðni hefur líka eftir henni, „Það sem kemst á lista er mikilvægt – þó ekki sé
fyrir annað en að hafa komist á listann og verða þar með hluti af úrvali og for-
gangsröðun“ (Guðni Elísson, „Britney fokkíng Spears, bls. 21). Með öðrum orð-
um, þá eru listar Bjarna Randvers, skv. Guðna, mikilvægir af því að listar Bjarna
Randvers eru mikilvægir. Þetta er óneitanlega skoplegt.
36 Matthías Ásgeirsson, „Hópómatar og hlandlækningar“, orvitinn.com, 11. mars 2003,
sótt 15. september af http://www.orvitinn.com/2003/03/11/23.59/.
ÁSGeiR BeRG MattHíaSSon