Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Blaðsíða 239
238
Svarið við öllum þessum spurningum er nei, ekkert slíkt er að finna í
lista eða glærum Bjarna Randvers. Hér er einfaldlega ekki verið að stunda
greiningu af neinu tagi, þvert á það sem Guðni staðhæfir, auk þess sem
listar Bjarna birta á engan hátt „undanfara eða tildrög skilaboðanna“ enda
bara einstök orð á blaði. Það gefur jafnframt augaleið að það getur ekki
dregið fram „árekstra milli hópa“ né „dregið fram samskiptastíl sem vekur
þreytu beggja vegna borðsins“ að tala bara um orð annars aðilans, né getur
það „greint samskiptamynstur“ í opinberri umræðu að birta 20 orð á glæru,
flest frá sama manninum, úr gagnasafni sem Guðni sjálfur metur upp á
30.000 greinar.40 Þetta eru nokkrir dropar úr hafi og má auðvitað finna allt
sem maður vill þar. Þetta eru ekki fræðileg vinnubrögð; þetta er fúsk.
Eftir stendur auðvitað sá möguleiki að Bjarni hafi sjálfur, munnlega í
kennslustund, sett listann í hið margumrædda fræðilega samhengi (og ef
svo væri, afsakar það ekki heimildavinnuna). En gerði hann það?41 Í grein
sinni í Ritinu rekur Guðni hvernig samskipti Eggerts Sólbergs, sem þá
var nemandi við Háskóla Íslands, og Óla Gneista Sóleyjarsonar, eins af
forsvarsmönnum Vantrúar, urðu upphaf málsins. Eggert, sem setið hafði
námskeiðið, lét Óla vita af því að Bjarni hefði fjallað um Vantrú í tímunum
og lét honum í té glærurnar sem urðu grundvöllur kæranna. Stór hluti af
málflutningi Guðna byggist á því að Eggerti hafi sjálfum ekki þótt neitt
sérstaklega athugavert við kennslu Bjarna en að Vantrúarmenn hafi ekki
sést fyrir í ákafa sínum við að koma höggi á Bjarna og hunsað álit hans,
sem var samkvæmt honum samdóma áliti annarra. Guðni segir:42
Í upphafi samtalsins lýsir Eggert því yfir að Bjarni hafi sagt van-
trúarfélaga „ómálefnaleg[a] á köflum en stundum mikið til í því sem
[þeir segja]“ Þessa lýsingu frá ,innanbúðarmanni’ Vantrúar segir
Óli Gneisti „meira en“ hann hefði „búist við“ en aldrei er minnst
á hana framar. Frá þeirri stundu og næstu þrjú árin kjósa vantrúar-
40 Guðni Elísson, „Fúsk, fáfræði, fordómar?: Vantrú, Háskóli Íslands og akademísk
ábyrgð“, bls. 171. Þetta er þó líklega ofmat hjá Guðna en eftir stendur að hann
telur að hægt sé að stunda orðræðugreiningu með því að handvelja 20 orð úr 30
þúsund greinum og draga af því víðtækar ályktanir. Ég býðst hér með til að koma
honum í kynni við góðan tölfræðing.
41 Hér má koma fram að glærur Bjarna í námskeiðinu voru um 1.700. Það gefur
augaleið að hin flókna orðræðugreining sem Guðni segir Bjarna hafa stundað tekur
meiri tíma en ætla má að hann hefði miðað við þennan fjölda af glærum.
42 Guðni Elísson, „Fúsk, fáfræði, fordómar?: Vantrú, Háskóli Íslands og akademísk
ábyrgð“, bls. 146.
ÁSGeiR BeRG MattHíaSSon