Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Page 244
243
Síðari ástæðan er veigameiri en rennir þó stoðum undir hina fyrri. Hún
er að Bjarni hafði skrifað sömu hluti nánast orðrétt í ritdómi um bókina
Ranghugmynd Richards Dawkins eftir McGrath og McGrath haustið 2008,
einungis ári áður en glæran umdeilda birtist í kennslustund. Þar skrifar
hann:55
Megin vandinn við herskáan málflutning Dawkins gegn þeim trúar-
brögðum sem hann fyrirlítur er að hann er vatn á myllu haturs-
hreyfinga sem grafa undan allsherjarreglu samfélagsins og almennu
siðferði með því að smána hvaðeina sem er öðrum heilagt, umbera
ekki trúarjátningu á opinberum vettvangi, skerða málfrelsi trúaðra,
andmæla almennum mannréttindum á borð við að foreldrar veiti
börnum sínum trúarlegt uppeldi og börn fái að tjá sig um trúarefni
í skólum, leggja í einelti m.a. með uppnefnum þá sem hafa önnur
viðhorf, fordæma minnihlutahópa á borð við gyðinga og ástunda
guðleysistrúboð í neikvæðri merkingu þess orðs.
Þessi tilvitnun er algjörlega samhljóða og stafrétt glæru 33, ef frá er talið
innskotið „og fylgismanna hans“ auk þriggja punkta56 og bendir samhengi
þessarar greinar eindregið til að hér sé um skoðanir Bjarna að ræða. Hann
viðurkennir raunar sjálfur í greinargerð sinni um málið að svo sé en bætir
við að hann hafi sagt nemendum að það væri ástæða til að ræða frekar
hvort „sú gagnrýni sem ég hafði sett fram í [ritdómnum] stæðist“.57 Hann
neitar því jafnframt að hafa fullyrt þessa hluti um Vantrú í kennslustund-
inni. Ég ætla ekki að draga það í efa enda er það vörn Guðna sem er hér
aðalatriðið en það verður þó að segjast að það er ekki traustvekjandi að
vörn Bjarna í greinargerðinni fyrir þessa glæru sé gjörólík því sem Guðni
segir um hana.
Af þessu öllu leiðir þó að lesendur greina Guðna þurfa að trúa eftirfar-
andi: Árið 2008 skrifaði Bjarni Randver ritdóm þar sem hann hélt fram
ákveðnum skoðunum. Einu ári síðar afritaði hann þann texta nákvæmlega
og bætti við þremur orðum. Þá hafði það gerst að textinn innihélt ekki
lengur skoðanir höfundarins né fullyrðingar af neinu tagi eins og áður,
55 Bjarni Randver Sigurvinsson, „Guðleysi eða trúleysi? Gölluð þýðing á bókinni
Ranghugmynd Richards Dawkins eftir Alister E. McGrath & Joanna Collicut
McGrath“, Ritröð Guðfræðistofnunar 27 2/2008, bls. 147–160, hér bls. 156.
56 Enn er ég ekki að segja að Bjarni megi ekki hafa þessar skoðanir. Það er vörn Guðna
sem er hér aðalatriðið.
57 Bjarni Randver Sigurvinsson, „Svar við kæru Vantrúar“, bls. 135.
AF AðFERð CHOMSKYS OG ViNNUBRÖGðUM GUðNA ELÍSSONAR